Laust starf: Verkefnastjóri náms í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun og við Hjúkrunarfræðideild

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra náms í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun og við Hjúkrunarfræðideild.

Um er að ræða 50 % starf frá 1. september 2024 eða eftir samkomulagi. Ráðningin er tímabundin til tveggja ára og er fjármögnuð með styrk úr Samstarfi háskóla. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri hefur umsjón með skipulagi og framkvæmd á klínísku námi nemenda í ráðgjafanámi í málefnum fólks með heilabilun, í samvinnu við ráðgjafa um klínískt nám. Hann fylgist með gæðum klíníska námsins og sér um samhæfingu á mati námsins í samráði ráðgjafa um klínískt nám og yfirmann námsleiðarinnar. Hann er tengiliður námsleiðarinnar við stofnanir sem fá til sín nemendur og við alla sem koma að klínísku námi innan og utan deildar.

Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ráðgjafa um klínískt nám, verkefnastjóra klínísks náms í hjúkrunarfræði, yfirmann námsleiðarinnar og umsjónarkennara námskeiða og vinnur með þeim að þróun klíníska námsins. Hann kemur einnig að umsjón og daglegum rekstri með klínískri námsstofu. Kemur að þróun hermi- og færnikennslu námsins og kemur að samningagerð við samstarfsstofnanir fyrir hönd námsins.

Vinnur náið með fagstjórn náms í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun og skipuleggur fundi og ritar fundargerðir.

Jafnframt fylgir starfinu umsjón með handbókum fyrir nemendur og kennara Hjúkrunarfræðideildar og samræmingu á Canvas síðum deildarinnar.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í hjúkrunarfræði er krafa.
  • Meistarapróf frá viðurkenndum háskóla er kostur.
  • Reynsla af leiðbeiningu nemenda í klínísku námi er kostur.
  • Þekking og reynsla af velferðartækni er kostur.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
  • Reynsla af háskólakennslu er kostur.
  • Góð þekking á starfsemi háskóla og stuðningsneti fólks með heilabilun er kostur.
  • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli.
  • Góð almenn tölvu- og tækniþekking.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Ítarleg ferilskrá.
  • Staðfest afrit af prófskírteinum á íslensku eða ensku.
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
  • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til og með 12.08.2024

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.

Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum náms í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun.

Starfshlutfall er 50%.

Nánari upplýsingar veita

Sigríður Sía Jónsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, siaj@unak.is

Kristín Þórarinsdóttir, kristin@unak.is 

Sækja um starf