460. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn daginn 24. apríl 2024 í fundarherbergi R262 á Borgum.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:31.

Mætt voru auk hans:

Bjarni Smári Jónasson fulltrúi Háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi Háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Helga María Pétursdóttir, nýráðin forstöðumaður Fjármála og greiningar við HA

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2401050

Helga María fór yfir rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungs. Staðan í heild sinni lítið breytt frá síðasta mánuði. Áfram þarf að fylgjast vel með rekstri sértekjueininga háskólans. Háskólaráð óskar eftir fjárhagslegum upplýsingum um rekstur og stöðu MSHA og RHA sl. tíu ár

Rektor fór í stuttu máli yfir niðurstöðu háskólastigsins í fjármálaáætlun stjórnvalda. Í áætluninni er sérstaklega tiltekið að fjármagni verði varið til sameiningarviðræðna Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Rektor kynnti stöðuna í fjölda umsókna fyrir næsta skólaár. Fjöldi umsókna á þessum tíma er sambærilegur við stöðuna undanfarin ár.

Helga María yfirgáfa fundinn.

2. Ráðningarferli rektors

2308053

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur staðfest tilnefningu Háskólaráðs og skipað dr. Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri frá og með 1. júlí n.k.

3. Samstarf háskóla - samtalið við Háskólann á Biförst

2308052

Rektor lagði fram drög að minnisblaði. Málið rætt. Rektor falið að halda áfram með samtalið.

4. Sameining HA og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

2404107

Rektor kynnti erindisbréf starfshóps sem falið er að undirbúa samruna Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar við Háskólann á Akureyri. Samkvæmt frumvarpi um niðurfellingu á lögum um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar mun stofnunin sameinast HA frá og með 1. janúar 2025.

5. Bókfærð mál til samþykktar

  • Erindi frá Iðjuþjálfunarfræðideild. Óskað er eftir því að fallið verði frá fjöldatakmörkunum í starfsréttindanám í iðjuþjálfun, sem Háskólaráð samþykkti á fundi sínum þann 29. febrúar sl. Samþykkt.
  • Skipun fulltrúa HA í stjórn FÉSTA 2024-2027. Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri, Háskólaskrifstofu og Helga María Pétursdóttir, forstöðumaður Fjármála og greiningar, eru skipuð aðalfulltrúar. Varafulltrúi þeirra er Harpa Halldórsdóttir, sérfræðingur.

6. Til fróðleiks og upplýsinga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:59.