461. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn daginn 30. maí 2024, á Borgum, R262.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:01.

Mætt voru auk hans:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi Háskólaráðs
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Bjarni S. Jónasson fulltrúi Háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Helga María Pétursdóttir forstöðumaður Fjármála og greininga
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Harpa Halldórsdóttir sérfræðingur Fjármála og greininga
Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2401050

  • Rekstaryfirlit janúar

Helga María kynnti rekstraryfirlit janúar til apríl. Háskólinn í heild sinni er örlítið undir áætlun en að meðtöldum einingum sem reknar eru fyrir sjálfsaflafé er staðan óbreytt frá fyrri mánuði.

  • Ársreikningur 2023

Harpa kynnti ársreikning 2023. Afkoma ársins 2023 er neikvæð um rúmlega 94 milljónir.

Harpa og Helga María yfirgáfu fundinn

Rektor kynnti stöðuna í umsóknum fyrir næsta skólaár.

  • Húsnæðismál

Rektor og Hólmar greindu frá stöðu mála en greinst hefur mygla á Borgum, þar á meðal hluta af því húsnæði sem háskólinn nýtir. Verið er að vinna í nánari greiningum og aðgerðaráætlunum í samráði og samstarfi við þá aðila sem að málinu þurfa að koma, þ.e. Reitir, Framkvæmdasýslu ríkisins og ráðuneytið. Finna þarf skammtímalausnir ásamt lengri tíma lausnum út frá þeim þrengingum í húsnæðismálum sem háskólinn hefur staðið frammi fyrir undanfarna mánuði ásamt fyrirhugaðri byggingu færni- og hermiseturs í hjúkrunarfræði.

Hólmar yfirgaf fundinn.

2. Stefnumótun Háskólans á Akureyri

2204034

Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor kom inn á fundinn. Díanna kynnti stöðuna í stefnumótun og drög að stefnu HA. Stefnt er að því að drögin verði samþykkt sem drög að stefnu HA á fundi Háskólaráðs í júní, og byggt verði á þessum grunni við áframhaldandi mótun stefnu næstkomandi skólaár til næstu framtíðar.

4. Samtal við Háskólann á Bifröst

2308052

Elín Díanna sat einnig þennan lið fundarins.

Fulltrúar Háskólaráðs HA og fulltrúar úr stjórn Háskólans á Bifröst hittust á fundi í síðustu viku. Niðurstaða fundarins var að Háskólaráð Háskólans á Akureyri og stjórn Háskólans á Bifröst skipa hvor um sig þrjá einstaklinga í „viðræðuhóp“ til að halda áfram samtali um mögulega sameiningu háskólanna, á grunni fýsileikaskýrslunnar og þess starfs sem unnið hefur verið af rektorum háskólanna og fulltrúum háskólanna undanfarna mánuði.

Háskólaráð samþykkir að rektor haldi áfram samtali við Háskólann á Bifröst um að gera samning um nemendaskipti á milli háskólanna tveggja sem gæti tekið gildi strax næsta skólaár.

Vegna tímaskorts tókst ekki að ljúka umræðunni og fundi því frestað til kl. 9 föstudaginn 31. maí.

Fundur settur aftur kl. 9 mánudaginn 31. maí.

Staða mála og framhaldið ítarlega rætt.

Rektor leggur til að Háskólaráð skipi Bjarna S. Jónasson og Kristrúnu Lind Birgisdóttur sem fulltrúa Háskólaráðs í hópinn, ásamt rektor. Dagmar Ýr Stefánsdóttir verður varafulltrúi í nefndinni. Fulltrúar háskólasamfélagsins í Háskólaráði sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þessa tillögu. Tillagan samþykkt af öðrum fulltrúum.

4. Ráðningarferli rektors

2308053

Tveir umsækjendur um stöðu rektors hafa óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni. Ráðuneyti háskólamála ber formlega ábyrgð á að svara beiðnum um rökstuðning. En formlegur rökstuðningur Háskólaráðs liggur fyrir fundinum til staðfestingar. Samþykkt.

5. Háskólahátíð 2024

Rektor kynnti dagskrá Háskólahátíðar 2024, en Háskólahátíð fer fram 14. og 15. júní nk.

Heiðursgestur á Háskólahátíð verður Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri jarðvísinda á þjónustu- og rannsóknarsviði Veðurstofu Íslands.

6. Bókfærð mál til samþykktar

  • Reglur um lágmarkseinkunn í lokaverkefnum í Lagadeild. Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið föstudaginn 31. maí kl. 10:15.