FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fundur var haldinn daginn 20. júní 2024.
Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:30.
Mætt voru auk hans:
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi Háskólaráðs (í fjarfundi)
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta (í fjarfundi)
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Bjarni S. Jónsson fulltrúi Háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð
Gestir:
Helga María Pétursdóttir forstöðumaður Fjármála og greiningar
Rektor kynnti dagskrá.
1. Fjármál og rekstur
2401050
Rekstaryfirlit
Helga María Pétursdóttir kynnti rekstraryfirlit janúar til maí. Heildarstaða háskólans án stofnana með sértekjur er jákvæð og í jafnvægi.
Helga María fór yfir stutta greiningu á stöðu RHA og samanburð á rekstrarniðurstöðu sl. 6 ára fyrir sértekjueiningar háskólans.
Rýning og frávrik frá fjárhagsáætlun 2024
Rektor lagði fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2024 og ófyrirséðan kostnað sem undanfarið hefur orðið til og frekari kostnaðarauka sem er fram undan en hér er um að ræða kostnað sem ekki var hægt að gera ráð fyrir í áætlun. Ljóst er að það vantar aukafjármagn um allt að 450 milljónir til að bregðast við húsnæðisvanda, bæði vanda sem fyrir var og þeim vanda sem nú er kominn til vegna myglu á Borgum.
Húsnæðismál
Rektor greindi frá stöðu mála í húsnæðismálum vegna myglu á Borgum. Verið er að greina og skoða þá möguleika sem eru í stöðunni.
Umsóknir um nám fyrir næsta skólaár
2024 umsóknir bárust um nám fyrir næsta skólaár, sem er fjölgun frá fyrra ári og sl. 2 ár hefur umsóknum fjölgað um 20%.
2. Samningur um Drift um verkefni á sviði nýsköpunar
2406035
Rektor kynnti drög að samningi við DriftEA á sviði nýsköpunar. Samningurinn er tímabundinn til eins árs til að byrja með en gert ráð fyrir framlengingu ef vel gengur. Efni samningsins er samstarf um verkefni tengd nýsköpun og frumkvöðlum. Í tengslum við samninginn og aðrar áherslur og verkefni tengd frumkvöðlum og nýsköpun innan háskólans er gert er ráð fyrir ráðningu verkefnastjóra nýsköpunar á komandi hausti. Verkefnastjórinn mun heyra undir Miðstöð doktorsnáms en mun starfa með fagráði nýsköpunar við Háskólann á Akureyri, sem gert er ráð fyrir að verði sett á fót á haustmisseri. Skrifað verður undir samninginn þann 21. júní nk.
3. Uppgjör starfsárs Háskólaráðs
Rektor lagði fram samantekt á verkefnum Háskólaráðs á skólaárinu. Á þessum síðasta fundi núverandi rektors er gleðilegt að horfa yfir farinn veg þar sem mikil framþróun og uppbygging hefur verið við Háskólann á Akureyri sl. ár.
4. Bókfærð mál til samþykktar
- Skipun dómnefndar HA 2024-2026. Samþykkt.
- Framlenging á skipunartíma doktorsnámsráðs. Samþykkt.
- Breytingar á skipuriti. Samþykkt.
5. Til fróðleiks og upplýsinga
- Eftirfarandi starfsfólk fær framgang í starfi frá 1. júlí nk.:
- Dr. Deniz Harputlu fær framgang í stöðu dósents í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild
- Dr. Elín Díanna Gunnarsdóttir fær framgang í stöðu prófessors í sálfræði
- Dr. Kristín Margrét Jóhannsdóttir fær framgang í stöðu dósents í málvísindum, íslensku og tungumálakennslu við Kennaradeild
- Dr. Mehmet Harma fær framgang í stöðu prófessors í sálfræði við Sálfræðideild
- Dr. Sigríður Margrét Sigurðardóttir fær framgang í stöðu dósent svið Kennaradeild
- Ársskýrsla 2023
- Umsókn um heimild til doktorsnáms í Kennaradeild og Sálfræðideild var send í ráðuneyti háskólamála þann 19. júní sl.
Rektor þakkaði Háskólaráði fyrir samstarfið en þetta er síðasti fundur Eyjólfs Guðmundssonar sem formanns Háskólaráðs. Háskólaráð þakkar rektor innilega fyrir gott samstarf og störf hans í þágu Háskólans á Akureyri og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem nú taka við hjá honum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:14.