Rektor skólans formaður stjórnar Háskólans á Grænlandi

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri var á dögunum valinn í stjórn Háskólans á Grænlandi
Rektor skólans formaður stjórnar Háskólans á Grænlandi

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri var á dögunum valinn í stjórn Háskólans á Grænlandi sem ytri fulltrúi og verður jafnframt formaður stjórnar. „Það er mjög ánægjulegt og undirstrikar áframhaldandi samstarf háskólanna með sérstöku tilliti til fjarkennslu og málefna norðurslóða,“ segir Eyjólfur um valið og finnst spennandi að leggja sitt af mörkum hvað það varðar.

Á heimasíðu Háskólans á Grænlandi má sjá stefnuáherslur stjórnarinnar sem felast meðal annars í því að ýta undir samskipti og samvinnu á milli hagaðila í háskólaumhverfinu bæði innan- og utanlands. Hér er hægt að sjá meira um Háskólann á Grænlandi.

Við óskum Eyjólfi til hamingju með formennskuna!