RHA Rannsóknamiðstöð HA

RHA er sjálfstæð eining innan Háskólans á Akureyri.

Hlutverk miðstöðvarinnar er að:

  • Efla rannsóknir við HA
  • Gefa út og kynna niðurstöður rannsókna við HA
  • Styrkja tengsl HA við atvinnulífið
  • Hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaaðila
  • Veita upplýsingar og ráðgjöf
  • Standa fyrir námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum
  • Stunda þjónusturannsóknir

Kynntu þér starfsemi rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Rannsóknarþjónusta

Rannsóknaþjónusta er veitt til viðbótar við þau rannsóknarverkefni sem eru unnin fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þjónustunni er stýrt frá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA).

  • Sérhæfð þjónusta: Hönnun rannsókna, gerð spurningalista, tölfræðileg úrvinnsla og fleira
  • Almenn þjónusta: Útsending kannana, vefkannanir, úrvinnsla, ritaraþjónusta og fleira
  • Önnur þjónusta: Ráðstefnur, kynningar, prófarkalestur og fleira