Afgreiðslutímar um jól og áramót

Háskólinn á Akureyri verður lokaður 24. desember, 27. desember og 31. desember
Afgreiðslutímar um jól og áramót

Háskólinn á Akureyri verður lokaður vegna jólahátíðar sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 24. desember
  • Föstudaginn 27. desember
  • Þriðjudaginn 31. desember

Þann 30. desember verður rafræn þjónusta á sviðsskrifstofu Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs. Þá verða eftirfarandi einingar opnar á háskólasvæðinu milli klukkan 10:00 og 14:00. Utan þess tíma verður rafræn þjónusta á hefðbundnum þjónustutíma:

Þá verður opið á Kaffi Borg milli kl. 10:00 og 14:00 þann 30. desember. Þjónustan verður meira eins og kaffitería þann dag, en hægt verður að fá ferskar samlokur og slíkt. Ekki verður um heitan mat að ræða eða hlaðborð. Trausti verslun verður opin eins og birgðir endast en sem endranær er hægt að nálgast þar eitthvað í svanginn allan sólarhringinn.

Starfsfólk og stúdentar hafa aðgang að húsnæði skólans um hátíðarnar eins og aðgangsheimildir segja til um.