Háskólinn á Akureyri þakkar ánægjuleg samskipti og góðar samverustundir á árinu sem er að líða. Við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.
Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor, skrifar:
Í lok árs er siður að líta yfir liðið ár og tína til það góða sem hefur gerst. Persónulega þá er í mínum huga efst þakklæti yfir því að hafa verið ráðin sem rektor og vera flutt til Akureyrar. Eftir tæplega sex mánuði sem rektor, er ég þakklát fyrir móttökurnar sem ég hef fengið, og hefur verið gríðarlega skemmtilegt að kynnast starfsfólki, stúdentum og starfsemi þessa öfluga háskóla. Við getum öll verið stolt yfir því sem höfum áorkað, til dæmis stöðugri aukningu stúdenta, eflingu rannsókna, og því starfi sem unnið er í lotum hér. Á þessum undirstöðum verður gott að byggja á næstu árum.
Fyrir hönd Háskólans á Akureyri óska ég stúdentum, starfsfólki, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Áhugasöm geta skoðað fréttasafn ársins 2024 hér.