Réttlát orkuskipti á norðurslóðum – greinar frá sérfræðingum í Lagadeildinni

Romain Chuffart aðjúnkt og Rachael Lorna Johnstone, prófessor og forseti lagadeildar, hafa nýlega birt greinar í sérhefti The Polar Journal um orkuskipti á norðurslóðum
Réttlát orkuskipti á norðurslóðum – greinar frá sérfræðingum í Lagadeildinni

Önnur greinin er eftir Romain, ásamt Aaron M Cooper frá Stavanger háskólanum, Corine Wood-Donnelly frá Nord University og Laura Seddon frá Durham háskólanum og ber heitið „Old Sea, New Ice: sea ice geoengineering and indigenous rights in Arctic Ocean governance.“ Hún fjallar um frumkvæði loftlagsverkfræðinga þegar kemur að notkun hafís á norðurslóðum sem viðbragð við loftlagsbreytingum. Höfundar greinar velta því upp hvort og hvernig eigi að þróa þátt siðferðis í stjórnun norðurskautshafsins þegar horft er til þessa samþætt við réttindi frumbyggja. Hún dregur fram hliðstæður við beitingu viðmiða um nýtingu auðlinda í áætlunum í loftlagsverkfræði við samþættingu frumbyggjaréttinda þar sem greina má verulega gjá og óvissu í gildandi lögum.

Hin greinin er eftir Rachael, ásamt Karin Buhmann við Copenhagen Business School og heitir „Megaprojects on ice: lessons from the Kárahnjúkar hydropower project for a Just Transition.“ Greinin spannar ferlið við byggingu Kárahnjúkastíflu og álvers á Austurlandi á tíunda áratugnum. Fjallað er um hugmyndina um réttlát orkuskipti í íslensku samhengi í ljósi verkefna um orkuþörf. Metin er lagarammi, framkvæmd og afleiðingar stíflu- og álversframkvæmda í ljósi kenningarinnar um réttlát umskipti. Varpað er ljósi á ýmsa þætti réttlátra umskipta með hliðsjón af þessu máli, sem hægt er beita við nýjar orkuframkvæmdir á Íslandi og víðar.

Báðar greinarnar eru aðgengilegar á vefsíðu The Polar Journal. Umsjónarmaður sérblaðsins er Dr. Daria Shapovalova, dósent við háskólann í Aberdeen.