Sex hljóta framgang í starfi

Fjögur í stöðu prófessors og tvö í stöðu dósents
Sex hljóta framgang í starfi

Sex akademískir starfsmenn Háskólans á Akureyri hljóta framgang í starfi frá 1. júlí næstkomandi.

Akademískt starfsfólk við Háskólann á Akureyri getur árlega sótt um framgang í starfi. Mat á umsóknum er í höndum dómnefndar háskólans og byggir mat dómnefndar á heildstæðu mati á frammistöðu og árangri í rannsóknum, kennslu stjórnun og þjónustu í þágu háskólans og samfélagsins í samræmi við reglur háskólans þar að lútandi.

Í framhaldi ákveður rektor á grundvelli dómnefndarálits hvort veita skuli framgang í starfi.

Eftirtalin hljóta framgang í starfi:

Á Heilbrigðis,- viðskipta- og raunvísindasviði:

 

Gísli Kort Kristófersson fær framgang í stöðu prófessors í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild

 

Margrét Hrönn Svavarsdóttir fær framgang í stöðu prófessors í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild

 

Sigrún Sigurðardóttir fær framgang í stöðu prófessors í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild

 

Than Viet Nguyen fær framgang í stöðu dósents í fiskveiðistjórnun við Auðlindadeild

 

Á Hug- og félagsvísindasviði: 

 

Guðmundur Ævar Oddsson fær framgang í stöðu prófessors í félagsfræði við Félagsvísindadeild

 

Rannveig Oddsdóttir fær framgang í stöðu dósents í menntunarfræðum við Kennaradeild

 

Háskólinn á Akureyri óskar þessu starfsfólki innilega til hamingju með framganginn