Málstofa á vegum Viðskiptadeildar HA og UN Global Compact
Öll velkomin á opna málstofu á vegum Viðskiptadeildar HA og UN Global Compact!
Kjartan Sigurðsson, lektor við Viðskiptadeild og Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi munu flytja erindi:
Að móta framtíðina með sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í frumkvöðlastarfi
Kjartan Sigurðsson, lektor við Viðskiptadeild, mun fjalla um þátttöku Háskólans á Akureyri í frumkvöðla- og nýsköpunarumhverfinu og ræða mikilvægi þess að verkefni því tengdu séu í samræmi við sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Þar sem frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun eru lykilþættir breytinga, veltur langtímaárangur þeirra í auknum mæli á því að hafa skýra áherslu á sjálfbærar lausnir og einlægan vilja til að takast á við samfélagslegar áskoranir. Samræming verkefna frumkvöðla við sjálfbærar lausnir og samfélagslegar áskornir skapa virði langt út fyrir fjárhagslegan ávinning og stuðla að sterkara og réttlátara samfélagi. Umfjöllunin mun leggja áherslu á hvernig þessi gildi gagnast samfélaginu í heild ásamt því að styrkja samkeppnishæfni og vaxtarmöguleika nýsköpunarverkefna.
Ávinningur og áskoranir fyrirtækja
Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi fjallar um þær miklu kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja varðandi góða yfirsýn á félagslega, umhverfislega og stjórnunarlega þætti rekstrar (ESG þætti). Í erindinu verður athyglinni beint að leiðum fyrir fyrirtæki til að samþætta markmið um sjálfbæra þróun við kjarnarekstur út frá viðmiðum UN Global Compact. Fjallað verður um hvernig mælingar og skýrslugerð geta hjálpað fyrirtækjum að fylgja markmiðum eftir og sett í samhengi við kröfur til fyrirtækja sem fram koma í nýju evrópsku sjálfbærni löggjöfinni.
Öll velkomin!