Áhrif vaxtarörvandi jarðvegsbaktería á birki: möguleikar í landgræðslu og endurheimt vistkerfa á Íslandi

19. september 2024 kl. 12:00-13:00
Kynning á meistaraverkefni í Auðlindadeild

Öll velkomin á opna málstofu þar sem Kolfinna Ólafsdóttir mun kynna meistaraverkefni sitt við Auðlindadeild!

Kolfinna lauk BS prófi í líftækni 2021 og er að ljúka MS prófi í auðlindafræðum frá Auðlindadeild Háskólans á Akureyri haustið 2024 með áherslu á líftækni. Hún vann meistaraverkefnið Towards sustainable land reclamation: Utilization of plant growth-promoting bacteria to enhance birch growth in eroded Icelandic soil undir handleiðslu Margrétar Auðar Sigurbjörnsdóttur dósents við Auðlindadeild HA.

Málstofa verður byggð á niðurstöðum úr meistaraverkefni Kolfinnu þar sem sýnt er fram á mikilvægi baktería í jarðvegi. Íslensk náttúra, drifin af eldvirkni og norðurslóða veðráttu, einkennist aðallega af eldfjallajörð. Þrátt fyrir að vera oft næringarrík, þá er hún viðkvæm fyrir rofi sem leiðir meðal annars til myndunar á sandauðnum en þær eru útbreiddar um allt land. Markmið verkefnisins var að meta vaxtarörvandi áhrifa íslenskra jarðvegsbaktería á plöntur, þá sérstaklega birki, til að nýta í uppgræðslu íslenskra sandauðna.

Öll velkomin!