Akureyri á krossgötum: Borgarmyndun, hnattvæðing og tæknibyltingar

24. september 2024 kl. 11:00-12:00
Félagsvísindatorg

Öll velkomin á Félagsvísindatorg!

Torgið fer fram í stofu M101 og verður einnig streymt frá því hér.

Að þessu sinni mun Þóroddur Bjarnason, prófessor við Félagsvísindadeild halda erindið:

Akureyri á krossgötum: Borgarmyndun, hnattvæðing og tæknibyltingar

Í erindinu mun Þóroddur fjalla um stöðu og framtíðarhorfur Akureyrar í þeim miklu umbreytingum sem framundan eru. Þá mun hann lauslega fjalla um uppruna og sögulega þróun Akureyrar og ýmsar ranghugmyndir um hvernig Akureyringar fjölga sér. Megináherslan verður þó lögð á þrjá þætti:

  • Hvort Akureyri geti talist borg, hvað felist í þeirri nafnbót og hvort hún skipti einhverju máli í stóra samhengi hlutanna.
  • Hvaða tækifæri og áskoranir fyrir Akureyri felist í hnattvæðingunni nú þegar höfuðborgarstefna frá 1751 er loksins gengin sér til húðar.
  • Hvaða áhrif gætu tæknibyltingar samskiptatækni, sýndarveruleika og gervigreindar haft á framtíð Akureyrar þegar ýmsar fornar forsendur fyrir svæðisbundnum höfuðstað Norðurlands bresta?

Viðburðurinn er ætlaður breiðum hópi fólks með áhuga á byggðaþróun og viðgangi Akureyrar.

Öll velkomin!