Háskólanám í heimabyggð

Ráðstefna í tilefni af 25 ára afmæli fjarkennslu við Háskólann á Akureyri

Á þessu ári eru liðin 25 ár síðan fjarkennsla í hjúkrunarfræði hófst við Háskólann á Akureyri en haustið 1998 hóf hópur nemenda nám í hjúkrunarfræði í fjarnámi frá Ísafirði. Kennt var samtímis á Ísafirði og Akureyri í gegnum myndfundabúnað.

Af þessu tilefni standa Háskólinn á Akureyri og Háskólasetur Vestfjarða að ráðstefnu á Ísafirði um fjarnám og fjarkennslu. Ráðstefnan fer fram í Háskólasetri Vestfjarða og í streymi.

Frekari upplýsingar veita Martha Lilja Olsen (marthalilja@unak.is), skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri, Sigrún Sigurðardóttir (sigrunsig@unak.is), dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri eða Peter Weiss (weiss@uw.is) forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða.

Streymt verður frá ráðstefnunni hér: hlekkur fyrir streymi

Dagskrá

Fundarstjóri: Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða

10:00 Opnunarávarp
10:10 „Sprútt, spá og Pálínuboð. Frá púka til prófessors" - Dr. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri
10:30 „Þið þarna fyrir vestan, heyrið þið í mér?“ - Eyrún Sif Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fyrir hönd fyrsta fjarnámshópsins í hjúkrunarfræði
10:50 Hvernig dettur ykkur í hug að þetta sé hægt?“ - Elsa Friðfinnsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar 1997-1999
11:10 Myndband: Frá upphafi til dagsins í dag, fjarnám við Háskólann á Akureyri - Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri
11:25 Hvernig styður Háskólinn á Akureyri við þróun á námsformi sem hentar háskólanámi í Heimabyggð? - Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi við Kennslumiðstöð HA og Dr. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA
11:45 Þróun námsefnis og kennslustofa að fjarnámi - Hörður Sævaldsson lektor við Hákskólann á Akureyri og Dr. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar

12:05 Léttur hádegismatur í kaffisal háskólaseturs vestfjarða í boði ráðstefnunnar

13:00 „Í upphafi skal ekki endilega endinn skoða“ - Dr. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri
13:20 „Fjarnám; til hvers og hvað svo?“ - Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu HA
13:40 „Menntakona fæðist á miðjum aldri – af vegferð menntleysingja til æðri menntunar“ - Anna Sigríður Ólafsdóttir, fyrrverandi fjarnemi í grunnnámi við HA
14:00 „Heilbrigðisstarfsfólk og snjóflóðin í Súðavik, fjarnám gaf tækifæri til rannsókna” - Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, sjúkraþjálfari, meistaranemi í fjarnámi í
Heilbrigðisvísindum við HA
14:20 „Frá fjarnámi til starfsþróunar í starfsendurhæfingu“ - Harpa Lind Krisjánsdóttir, iðjuþjálfi, MSc í heilbrigðisvísindum við HA, fyrrverandi fjarnemi
14:40 Sérnám geðhjúkrunarfræðinga og fjarkennsla: Nýtt meistaranám í geðhjúkrun á Íslandi - Dr. Gísli Kort Kristófersson, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HA
15:00 Viðvera nemenda í fjarnámsskeiðum og vinnuálag nemenda - Hörður Sævaldsson, lektor við Háskólann á Akureyri
15:20 Lokaorð „Mikilvægi fjarnáms fyrir okkar stofnun“ - Dr. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofunar Vestfjarða

Viðburður á Facebook

Öll velkomin!