Jafnréttisdagar

Jafnréttisdagar standa yfir dagana 10.-13. febrúar 2025

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir Jafnréttisdaga 2025 sem verða 10.-13. febrúar.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrána þegar nær dregur, enda er hér á ferðinni frábært tækifæri fyrir starfsfólk og nemendur að sækja sér fræðslu á sviði jafnréttismála og auka þekkingu sína á málaflokknum.

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt getið þið haft samband við Sæunn Gísladóttir fyrir 4. nóvember 2024. Þema ársins 2025 er Hatur og mismunun. Við hvetjum þátttakendur til að hafa það til hliðsjónar við skipulagningu viðburða, en auðvitað má skipuleggja viðburð sem er út fyrir þemað.

Eins og undanfarin ár eru Jafnréttisdagar unnir í samvinnu við alla innlendu háskólana, í gegnum samráðsvettvang jafnréttisfulltrúa háskólanna.

Öll velkomin!