Klámnotkun unglinga og viðhorf þeirra til kynlífs

Félagsvísindatorg

Öll velkomin á Félagsvísindatorg þriðjudaginn 26. september í stofu M102 og í streymi

Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósent við Félagsvísindadeild, mun flytja erindið: 

Klámnotkun unglinga og viðhorf þeirra til kynlífs

Klámnotkun íslenskra unglinga hefur talsvert verið í umræðunni að undanförnu. Í erindinu verður m.a. leitast við að svara hvort klámnotkun hafi áhrif á viðhorf ungmenna til kynlífs og á kynlífshegðun þeirra.

Guðbjörg Hildur Kolbeins er dósent í fjölmiðlafræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hún lauk doktorsprófi í fjölmiðlafræði frá University of Wisconsin-Madison en hafði áður lokið MA- og BS-prófi í sömu grein frá háskólum í Minnesota. Hún starfaði sem blaðamaður, með námi, á árum áður en hefur kennt á háskólastigi í rúman aldarfjórðung.

Öll velkomin!