Ráðstefna um menntavísindi á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Miðstöðvar skólaþróunar
Á ráðstefnunni verður fjallað um læsi í víðum skilningi og hvernig huga þarf að öllum þáttum læsis í kennslu s.s. lesskilningi, ritun, munnlegri og skriflegri tjáningu og miðlun. Auk aðalfyrirlesara verða málstofuerindi og vinnustofur þar sem kynntar verða aðferðir og reifuð ýmis mál er lúta að læsi. Ráðstefnan er ætluð kennurum á öllum skólastigum og verður sérstaklega horft til þess að viðfangsefni ráðstefnunnar hafi hagnýtt gildi fyrir kennara.
Hagnýtar upplýsingar
Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum á Akureyri.
Öll velkomin!
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða:
- Bragi Valdimar Skúlason fjölmiðlamaður, orðarýnir og orðasmiður.
- Guðmundur Engilbertsson deildarforseti við kennaradeild HA sem mun fjalla um læsi á stigi djúp- og yfirfærslunáms á efri skólastigum.
Auk þrískiptra erinda eftir skólastigum:
- Jóhanna Thelma Einarsdóttir prófessor við heilbrigðisvísindasvið HÍ sem mun fjalla um stöðu fjöltyngdra leikskólabarna á Íslandi.
- Auður Soffíu Björgvinsdóttir aðjúnkt og doktorsnemi við menntavísindasvið HÍ og Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisráðgjafi hjá MMS sem munu fjalla um mikilvægi sveigjanleika í heimalestrarþjálfun út frá stöðu nemenda í lestri.
- Ívar Rafn Jónsson lektor við HA sem mun fjalla um læsi framhaldsskólanema á orðræðu og hugtakanotkun sem er við lýði í námsmati.
Auk aðalfyrirlestra verða bæði málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að læsi.
Verð á ráðstefnu 15.000 kr.
Ef þátttakendur hafa einnig áhuga á að fara á námstefnu í Byrjendalæsi á föstudeginum 13. september, þá er heildargjaldið kr. 20.000.
Ítarlegri upplýsingar og skráning fer fram hér