Masterclass Gulleggsins á Akureyri

Taktu þátt í Gullegginu á Akureyri!

Masterclass Gulleggsins á Akureyri!

Sýnt verður frá Masterclass Gulleggsins í beinu streymi á Akureyri helgina 25.-26. janúar hjá Drift EA, á 4. hæð í Messanum. Freyr Friðfinnsson, frá KLAK - Icelandic Startups, verður á staðnum alla helgina og aðstoðar frumkvöðla.

Húsið opnar kl. 09:30 og má nálgast dagskrá hér.

Masterclass Gulleggsins er fyrir öll sem vilja læra meira um frumkvöðlastarf, sama hvort þú ert með hugmynd eða ekki! Þú færð að heyra sögur frá reynslumiklum frumkvöðlum, læra hvernig á að móta viðskiptahugmynd og búa til áhrifaríka kynningu – svokallað Pitch Deck.

Viðburður á Facebook

Það kostar ekkert að taka þátt!