Opnir fyrirlestrar fyrir iðkendur og aðstandendur
#BeActive íþróttavika Evrópu, Háskólinn á Akureyri, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða þér á opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri (stofu N102)
Iðkendur (13 ára og eldri)
Klukkan 16:20-17:20 verður fyrirlestur fyrir iðkendur (13 ára og eldri) þar sem farið verður yfir næringu og þarfir ungs íþróttafólks
Foreldrar / aðstandendur
Klukkan 17:30-18:30 verður fyrirlestur fyrir foreldra og aðstandendur þar sem farið verður yfir hagnýt ráð og verkfæri til þess að styðja sem best við heilsu og árangur barna/ungmenna
- Fyrirlesari verður Birna Varðardóttir sem hefur rannsakað næringarástand íþróttafólks og tengdar áskoranir. Birna er í doktorsnámi og með BS í næringarfræði og MS í íþróttanæringarfræði og hreyfivísindum. Hún heldur úti Instagram síðunni Sportbitarnir
Aðgangur opinn öllum og ókeypis. Fjölmennum og fræðumst um næringu!