Mary Jo Kreitzer
Prófessor við Háskólann í Minnesota, sérfræðingur í samvinnu milli kerfa innan velferðarþjónustu og forstjóri Miðstöðvar andlegra iðkana og lækninga (CSH)
Mary Jo Kreitzer PhD, RN, FAAN er prófessor á sviði hjúkrunar við Háskólann í Minnesote í Bandaríkjunum. Hún er einnig stofnandi og stjórnandi Earl E. Bakken stofnunarinnar sem starfar á sviði andlegra iðkana og lækninga við Háskólann í Minnesota. Mary Jo hefur gegnt hlutverki aðalrannsakanda, ýmist ein eða með öðrum, í fjölmörgum prófunum og rannsóknum tengdum heilsugæslu þar sem lögð er megináhersla á hugleiðslu undir formerkjum núvitundar meðal einstaklinga sem þjást af langvinnum sjúkdómum. Hér er má meðal annars nefna rannsóknir sem tengjast líffæraflutningum, hjarta- og æðasjúkdómum, langtíma svefnleysi, sykursýki og umönnunaraðilum Alzheimer sjúklinga. Meðal nýlegra rannsóknarviðfangsefna Mary Jo er notkun félagslegrar tækni við að styrkja heilun og vellíðan sem og áhrif núvitundar á samvirkni tölvu og heilastarfsemi.
Dr. Kreitzer er höfundur fleiri en 150 ritverka og er meðritstjóri verksins Integrative Nursing 2nd Edition sem kom út á vegum Háskólans í Oxford 2019. Hún hefur lokið doktorsprófi í lýðheilsu með sérstakri áherslu á rannsóknir á sviði heilbrigðisþjónustu, þ.e. stefnumótunar og stjórnunar. MS og BS gráður hennar eru á sviði hjúkrunarfræði. Árið 2020 skipaði tímaritið MN Physician. Dr. Kreitzer í hóp 100 merkustu leiðtoga á sviði heilsuverndar í Minnesota. Hún er félagi í hinni amerísku akademíu á sviði hjúkrunarfræða, virtur meðlimur bandarísku Samtakanna um bætta heilsugæslu (National Academies of Practice), auk þess sem hún á aðild að Ad Eundem akademíu hjúkrunarfræða- og ljósmæðrafræðadeildar Konunglega Skurðlæknaháskólans á Írlandi.
Ágrip
Vellíðan er ekki einungis fólgin í því að vera laus við veikindi og sjúkdóma, heldur flókin samþætting líkamlegra, huglægra, tilfinningalegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífshamingju, lífsþrótt og blómstrandi mannlíf. Í þessari kynningu mun dr. Kreitzer fjalla um hina almennu þrá eftir farsæld og vellíðan meðal almennings, fjölskyldna og samfélaga. Hún mun einnig kynna sex sameiginlega meginþætti góðs og farsæls lífernis, þ.e. heilsu, markmiðum, sambönd, samfélagi, öryggi og umhverfi.
Þátttakendur eru hvattir til að íhuga leiðir til að auka farsæld og vellíðan eigin lífsstíls svo og tilveru þess fólks sem þeir tileinka störf sín og þjónustu
Kynning mARY jO á Sjónaukanum 2023 (pdf)
Tobba Therkildsen Sudmann
Prófessor í lýðheilsufræðum við Háskólann í Vestur – Noregi
Tobba Sudmann er prófessor í lýðheilsufræðum, ásamt því að vera sjúkraþjálfi, læknisfræðilegur félagsfræðingur og akademískur stjórnandi doktorsnáms í tengslum við heilsu, starfshæfi og félagslega þátttöku í Háskóla hagnýtra vísinda í Vestur Noregi. Hún rekur sína eigin starfsstöð skipaða aðjúnktum þar sem hún býður upp á heilsuþjálfun með aðstoð og stuðningi hestamennsku. Rannsóknir hennar beinast einkum að því hvernig fólk nýtir líkamlega heilsu og færni til að bæta líðan sína og félagslega þátttöku, bæði með líkamsþjálfun utan eða innan dyra, eða með stuðningi tæknibúnaðar, náttúrunnar eða hestamennsku.
Prófessor Sudmann stýrir margvíslegum verkefnum; líkamsþjálfun fyrir fólk með heilabilun, sjúkraþjálfun með aðstoð hestamennsku og sértækum aðgerðum fyrir fólk sem orðið hefur fyrir misþyrmingum, átt við ofneyslu eiturlyfja að stríða eða alvarleg vandamál á sviði geðheilsu. Hún á einnig aðild að verkefnum sem tengjast öldrun, hæfni til að nýta sér rafrænar heimildir og upplýsingar á sviði heilsufars gegnum tölvur og internet. Meðal efnis sem hún hefur gefið út eru sérhæfð rit, greinar og bókakaflar um félagsþjónustu, tækni og aðhlynningu aldraðra, rafræn heilsutengd þjónusta, forgangsröðun, almannaheilsa, sjúkraþjálfun tengd hestamennsku, fíkni- og ofneysluvandamál, varnir gegn ofbeldi og öráreiti eða einelti.
Ágrip
Almenningsálitið hefur tekið verulegum breytingum varðandi langtíma búsetu aldraðra á eigin heimilum og er þessi breyting meðal annars til komin vegna mikils álags á umönnunarþjónustu. Í dag er sú stefna orðin ríkjandi í málefnum aldraðra að telja æskilegt og eðlilegt að allir geti dvalið á heimili sínu til æviloka. En dvöl á eigin heimili uns yfir lýkur er hins vegar hvorki ósk né raunhæfur valkostur allra sem vilja ljúka ævinni á eigin dvalarstað utan sérstakrar stofnunar. Þess vegna er nauðsynlegt að endurhanna umönnun á heimilum eða í þjónustuíbúðum til að koma til móts við þarfir og óskir eldra fólks og fjölskyldna þeirra og til að tryggja að farið sé að lögum og reglum um forgangsröðun slíkrar þjónustu.
Hvort fólk getur komið því við að búa á eigin heimili á efri árum er háð ýmsum þáttum eins og til dæmis ytri aðstæðum, samböndum, hæfni til að vinna dagleg heimilisstörf eða taka þátt í félagslífi, almennu heilsufari og efnahag. Það er ríkjandi ferli gegnum æviárin að þeir sem hafa hærri tekjur og meiri menntun eigi meiri möguleika á að halda sínu eigin heimili og lífsförunaut fram á háan aldur og njóta góðrar heilsu meirihluta ævinnar. Fólk sem hefur náð að lifa heila öld hefur sýnt fram á mikilvægi þess að viðhalda samböndum og tengslum við aðrar manneskjur, dýr, náttúru eða tiltekinn stað eða svæði. Þau hafa gefið til kynna hversu nauðsynlegt er að vera þátttakendur í samfélaginu, vinna störf sem veita þeim lífsfyllingu, geta tekið eigin ákvarðanir og lifað sjálfstæðu lífi – jafnvel þegar heilsa og geta til athafna fer að bila. Þessa þekkingu ber að hagnýta til að tryggja framboð sanngjarnrar og eðlilegrar þjónustu sem stuðlar að vellíðan og langlífi aldraðra.
Ef vellíðan á að verða aðalsmerki langlífis, ættu allir að geta náð því markmiði, án tillits til efnahagslegrar stöðu í samfélaginu. Þessi kynning mun leggja línurnar að umræðu um hvernig unnt er að hanna heilsu- og félagsþjónustu sem dugir til að koma til móts við þarfir og óskir eldra fólks, býður starfsfólki uppbyggilegt vinnuumhverfi og stuðning starfsfélaga innan þess ramma sem núverandi skipulag getur boðið upp á. Upphafsnálgun umræðunnar beinist að velferðarþjónustu, byggðri á (rafrænni) sjálfshjálp og eigin stjórnun viðkomandi einstaklinga, með áherslu á þéttbýli og tilliti til breytilegra þarfa á sviði rafrænnar þjónustu eftir því sem árin færast yfir.
Dagskrá Sjónaukans 2023
Með því að smella á rafrænt í pdf skjalinu opnar þú streymishlekk. Einnig má finna streymishlekkina neðst á síðunni.
Dagskrá (PDF)
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ
UPPHAFSFUNDUR FYRRI RÁÐSTEFNUDAGS - M101 OG RAFRÆNT
SETNING OG AÐALFYRIRLESARAR
Fundarstjóri: Kolbrún Sigurlásdóttir, formaður Sjónaukanefndarinnar 2023
09:00 Setning Sjónaukans 2023
Brynjar Karlsson, forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HA
09:10 Aðalfyrirlesari: Stjórnandi eigin örlaga - langlífi heima. Hvernig er best að hanna heilbrigðis- og félagsþjónustu til að styðja við sjálfsákvörðunarrétt og velferð fólks til að geta búið sem lengst heima?
Dr. Tobba Therkildsen Sudmann, PhD., Prófessor í lýðheilsufræðum við Háskólann í Vestur - Noregi, Noregi
09:50 Aðalfyrirlesari: Er möguleg framtíð án ofbeldis innan fjölskyldu?
Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra
10:30 HLÉ
SJÓNAUKINN A - M101 OG RAFRÆNT
ÞEMA: ELDRI BORGARAR
Fundarstjóri: Arnrún Halla Arnórsdóttir
10:50 Heilsueflandi stuðningur við einstaklinga með heilabilun
Hildur Ýr Hvanndal og Kristín Þórarinsdóttir
11:10 Heft þátttaka í heilbrigðisþjónustu út frá sjónarhorni aldraðra notanda: Hugtakagreining
Kristín Þórarinsdóttir og Kristján Kristjánsson
11:30 Að halda þjónustukeðjunni gangandi: Sýn heilbrigðisstarfsfólks á styrkleika og veikleika í samstarfi stofnanna sem veita eldri borgurum sem búa heima á Akureyri heilbrigðisþjónustu
Guðmundur Magnússon, Árún K. Sigurðardóttir og Kristín Þórarinsdóttir
11:50 ,,Kraftmikil eða valdalaus." Reynsla umönnunaraðila af samskiptum við formlegt umönnunarkerfi þegar maki þeirra þarf að flytja á heimahjúkrunarheimili, vegna heilabilunar
Olga Ásrún Stefánsdóttir og Tobba Therkildsen Sudmann
12:10 Næringarástand eldra fólks í sjálfstæðri búsetu á Akureyri
Sandra Ásgrímsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Laufey Hrólfsdóttir og Berglind Soffía Blöndal
12:30 HLÉ
13:00 Aðalfyrirlesari: Horft til framtíðar: með heilbrigði að leiðarljósi
Dr. Mary Jo Kreitzer, Prófessor við Háskólann í Minnesota, PhD. Erindi kynnt rafrænt
13:45 HLÉ
ÞEMA: GEÐHEILSA OG VÍMUEFNAVANDI
Fundarstjóri: Gísli Kort Kristófersson
14:00 ,,Orð geta verið ógeðslega ljót þau geta oft verið verri en höggin." Reynsluheimur kvenna af sambúð með maka með áfengisvanda
Ólafía Lilja Sævarsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Þorbjörg Jónsdóttir
14:20 ,,Ég lærði mjög snemma að ég væri einskins virði, einskins virði alls staðar." Reynsla karlmanna sem glímt hafa við vímuefnavanda af sjálfsvígshugsunum og/eða tilraunum til sjálfsvígs
Þórdís Marteinsdóttir, Gísli Kort Kristófersson og Sigrún Sigurðardóttir
14:40 HLÉ
ÞEMA: FÖTLUN OG FJÖLSKYLDULÍF
Fundarstjóri: Hulda Sædís Bryngeirsdóttir
14:50 Fötlun og fjölskyldulíf: Meginniðurstöður íslenskra rannsókna
Snæfríður Þóra Egilson og Hermína Gunnþórsdóttir
15:10 Fjölskyldu- og aðstandendastefna Ljóssins
Helga Jóna Sigurðardóttir, Elín Kristín Klar og Guðrún Friðriksdóttir
15:30 Reynsla fjölskyldna fatlaðra barna í fyrstu bylgjum COVID-19
Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir
15:50 Aðstandendur - þátttaka í endurhæfingu út frá sjónarhóli notenda
Sólrún Óladóttir og Snæfríður Þóra Egilson
16:10 DAGSKRÁRLOK FYRRI RÁÐSTEFNUDAGS
SJÓNAUKINN B - M102 OG RAFRÆNT
ÞEMA: HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Í LOFTI OG Á LÁÐI
Fundarstjóri: Sólrún Óladóttir
10:50 „Átakanleg upplifun en þegar upp er staðið stöndum við sterkari."
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Uta Reichardt
11:10 Sjúkraflutningur með þyrlum - góðar og sanngjarnar lausnir
Björn Gunnarsson, Kristrún María Birgisdóttir, Sveinbjörn Dúason og Ármann Ingólfsson
11:30 Þjónusta sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á Íslandi árin 2002-2020
Fanney Ísfold Karlsdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Sólveig Ása Árnadóttir
11:50 Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert. Reynsla einstaklinga með offitu af notkun heilbrigðiskerfisins
Unnur Guðjónsdóttir og Árún K. Sigurðardóttir
12:10 HLÉ
13:00 Aðalfyrirlesari: Horft til framtíðar: með heilbrigði að leiðarljósi
Dr. Mary Jo Kreitzer, Prófessor við Háskólann í Minnesota, PhD. Erindi kynnt rafrænt
13:45 HLÉ
ÞEMA: HEILSA ALMENNINGS
Fundarstjóri: Eva C. Halapi
14:00 Air Quality in Akureyri and the Impact on Health
Audrey Louise Matthews
14:20 „Enginn kom auga á heildarmyndina." Reynsla einstaklinga af heilkenni og sálfélagslegri líðan tengdum rakaskemmdum húsum
Sonja B. Guðnadóttir, Eva C. Halapi og Hafdís Skúladóttir
14:40 HLÉ
ÞEMA: HEILSA KVENNA
Fundarstjóri: Sigfríður Inga Karlsdóttir
14:50 Breytingar á barneignarþjónustu í 32 Evrópulöndum á tímum COVID-19
Sigfríður Inga Karlsdóttir, Joan Lalor, Susan Ayers, Jean Celleje Agius og Soo Downe
15:10 Þróun líkamsþyngdar kvenna á barneignaraldri á Norðurlandi 2004-2022
Kamilla Dóra Jóhannsdóttir, Laufey Hrólfsdóttir, Þórhallur Ingi Halldórsson, Björn Gunnarsson og Alexander Kr. Smárason
15:30 „Mér fannst ég verða aftur ég sjálf." Reynsla kvenna af notkun hormóna á breytingaskeiði
Íris Dröfn Björnsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir
15:50 DAGSKRÁRLOK FYRRI RÁÐSTEFNUDAGS
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ
UPPHAFSFUNDUR SEINNI RÁÐSTEFNUDAGS - M101 OG RAFRÆNT
ÁVARP FORMANNS OG AÐALFYRIRLESARAR
Fundarstjóri: Kolbrún Sigurlásdóttir, formaður Sjónaukanefndarinnar
09:10 Aðalfyrirlesari: „Fjölskyldan um borð" - börn og fullorðnir sem aðstandendur
Dr. Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, Dósent við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ.
09:10 Aðalfyrirlesari: Að hugsa upp á nýtt - eldra fólk og fjölskyldan
Halldór S. Guðmundsson, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ og fv. framkvæmdarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar.
10:30 HLÉ
SJÓNAUKINN A - M101 OG RAFRÆNT
ÞEMA: UNGT FÓLK, HEILSA OG SEIGLA
Fundarstjóri: Hafdís Hrönn Pétursdóttir
11:00 Íþróttamenn á Norðurlandi Eystra: Fyrstu niðurstöður úr rannsókninni „Sálræn vanlíðan og vellíðan hjá íþróttamönnum á Norðurlandi eystra: Langtímarannsókn á áhættu- og verndandi þáttum"
Nanna Ýr Arnardóttir og Richard Taethinen
11:20 Langtímabreytingar á þreki íslenskra ungmenna frá barnæsku til unglingsára
Þuríður Helga Ingvarsdóttir, Nanna Ýr Arnardóttir, Vaka Rögnvaldsdóttir og Erlingur Jóhannsson
11:40 Svefn íþróttamanna á Norðurlandi eystra: Sálræn vanlíðan og vellíðan hjá íþróttamönnum á Norðurlandi eystra: Langtímarannsókn á áhættu- og verndandi þáttum
Nanna Ýr Arnarsdóttir, Sunna Gestsdóttir og Richard Taethinen
12:00 Well-being and grit
Verena Karlsdóttir
12:20 HLÉ
ÞEMA: HEILSA OG VERKIR
Fundarstjóri: Kolbrún Sigurlásdóttir
13:15 Langtíma afleiðingar hálshnykksáverka á heilsutengd lífsgæði og verki
Hafdís Skúladóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir, Guðmundur K. Óskarsson og Eva C. Halapi
13:35 Tengsl svefns við heilsutengd lífsgæði og langvinna verki
Þorbjörg Jónsdóttir, Guðmundur K. Óskarsson, Hafdís Skúladóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir og Eva C. Halapi
13:55 Meðferð vegna langvarandi verkja á endurhæfingadeildum á Íslandi: Könnun og lýsing á skammtíma- og langtímaáhrifum
Hafdís Skúladóttir, Herdís Sveinsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir
14:15 Stoðkerfismóttökur sjúkraþjálfara innan heilsugæslunnar: Viðhorf notenda
Jóhanna Kristín Elfarsdóttir, Auður Ólafsdóttir og Steinunn A. Ólafsdóttir
14:35 HLÉ
ÞEMA: ÞJÓNUSTA VIÐ BÖRN
Fundarstjóri: Nanna Ýr Arnardóttir
14:50 Þýðing, staðfærsla og forprófun Mat á kulnun í foreldrahlutverkinu
Helga Sif Pétursdóttir og Björg S. Anna Þórðardóttir
15:10 Mat á kvíða ungra barna sem undirgangast svæfingu
Elma Rún Ingvarsdóttir, Anna Ólafía Sigurðardóttir, Berglind Brynjólfsdóttir, Karitas Gunnarsdóttir, Aðalheiður Stefánsdóttir, Eydís Lilja Eysteinsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Brynja Ingadóttir
15:30 HLÉ
ÞEMA: KENNSLA OG TÆKNILEGAR LAUSNIR
Fundarstjóri: Sonja Stelly Gústafsdóttir
15:50 Þekking og reynsla íslenskra iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga af fjarheilbrigðisþjónustu
Sigrún Kristín Jónasdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir og Þorbjörg Jónsdóttir
16:10 Leiðsögn í vettvangsnámi iðjuþjálfanema: Sjónarhorn leiðbeinanda
Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Hulda Þórey Gísladóttir, Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir og Evan Dean
14:35 RÁÐSTEFNULOK
SJÓNAUKINN B - M102 OG RAFRÆNT
ÞEMA: ÞJÓNUSTA HEILSUGÆSLUSTÖÐVA
Fundarstjóri: Hafdís Skúladóttir
11:00 Öndunarmælingar á íslenskum heilsugæslustöðvum; aðgengi, notkun og framkvæmd
Arna Hilmarsdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Dóra Clarke
11:20 „Suma daga nær maður ekki höfðinu upp úr vatninu." Reynsla hjúkrunarfræðinga af starfi teymisstjóra í heimahjúkrun
Sunna Kristinsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir og Olga Ásrún Stefánsdóttir
11:40 Forstigseinkenni sykursýki á Íslandi, næmni og sértækni FINDRISK; skimum eftir áhættuhópun innan heilsugæslunnar
Elín Arnardóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Marit Graue, Beate-Chirstin Hope Kolltveit og Timothy Skinner
12:00 Sykursýkismóttaka: Eftirfylgni og árangur meðferðar hjá fólki með sykursýki gerð 2 innan tveggja sykursýkismóttaka á heilsugæslustöðvum
Matthildur Birgisdóttir, Hafdís Skúladóttir og Árún K. Sigurðardóttir
12:20 HLÉ
ÞEMA: HEILSULÆSI OG HEILSUSTÝRIRÓT FÓLKS
Fundarstjóri: Sólrún Óladóttir
13:15 Heilsulæsi fólks með kransæðasjúkdóm
Bettý Grímsdóttir, Margrét Hrönn Svavarsdóttir og Brynja Ingadóttir
13:35 „Ef maður lærir ekki af gömlu fólki þá lærir maður ekkert af lífinu.“ - Af heilsulæsi, eldra fólki og umhverfinu
Sonja Stelly Gústafsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Lena Mårtenson
13:55 Heilsulæsi eldri einstaklinga og áhrifaþættir
Ólöf Birna Sveinsdóttir og Árún K. Sigurðardóttir
14:15 Áhrif heilsustýrirótar á sálfélagslega og líkamlega líðan einstaklinga í meðferð vegna krabbameins
Þórhalla Sigurðardóttir, Elísabet Hjörleifsdóttir og Eva C. Halapi
14:35 HLÉ
ÞEMA: ÁFÖLL OG OFBELDI
Fundarstjóri: Hulda Sædís Bryngeirsdóttir
14:50 Reynsla einstaklinga sem lifa af hjartastopp. Áskoranir og þörf fyrir stuðning í kjölfar hjartastopps: Eigindleg rannsókn
Elísabeth Tanja Gabríeludóttir, Margrét Hrönn Svavarsdóttir og Auður Ketilsdóttir
15:10 „Tækifæri á því að eiga allt annað líf.“ - Að treysta nýjum maka eftir að hafa verið í andlegu ofbeldissambandi
Helena Vignisdóttir, Sigrún Sigurðardóttir
15:30 Erfið reynsla í æsku - ACE og heilsufarslegur vandi á fullorðinsárum
Rebekka Sif Pétursdóttir, Inga Hrefna Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Helma Rut Einarsdóttir
15:50 „Þau hjálpuðu mér á erfiðasta tímapunkti lífs míns." Reynsla þolenda kynferðisofbeldis af þjónustu neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri
Valdís Ösp Jónsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Karen Birna Þorvaldsdóttir
16:10 Hver er reynsla dæmdra afbrotamanna af æskuáföllum
Óttar Gunnarsson og Sigrún Sigurðardóttir
16:30 RÁÐSTEFNULOK