Taktu 13. desember frá fyrir lokadag Snjallræðis! Á þessari uppskeruhátíð munu sprotarnir sem hafa tekið þátt í Snjallræði árið 2024 stíga á svið og kynna hugmyndir sínar og afrakstur síðustu mánaða.
Á þessari uppskeruhátíð munu sprotarnir sem hafa tekið þátt í Snjallræði árið 2024 stíga á svið og kynna hugmyndir sínar og afrakstur síðustu mánaða. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast frumkvöðlum sem brenna fyrir því að leita lausna á aðkallandi áskorunum samtímans. Sprotarnir sem kynna hugmyndir sínar eru ALDA Clinical Technologies, Animara, CHEMeFuel, CodonRed, Heillaspor Center, Hvað nú?, NúnaTrix, Textílbarinn, Velferðalag og Vitkast.
Snjallræði er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Bakhjarlar Snjallræðis eru Marel og Vísindagarðar.
Markmið Snjallræðis, sem nú er haldið í sjötta sinn, er að styðja við nýsköpunarteymi sem vilja láta gott af sér leiða og stuðla að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Vaxtarýmið er í samstarfi við MITdesignX og Svöfu Grönfeldt, en þungamiðja þess eru vinnustofur á sviði nýsköpunar og hönnunarhugsunar. Þátttakendur hafa auk þess fengið fræðslu og þjálfun frá innlendum sérfræðingum úr bakhjarlahópi Snjallræðis og leiðsögn frá framúrskarandi mentorum.
Hér má finna nánari dagskrá.