Tæknifræði á Akureyri

Kynning á Iðnaðar- og orkutæknifræði í staðnámi við HA í samstarfi HA og HR

Öll velkomin á opna kynningu um tæknifræði!

Kynningin fer fram þriðjudaginn 19. desember kl. 17:00 í stofu M101 og í streymi. Boðið verður upp á léttar veitingar á kynningunni. Áhugasöm eru hvött til þess að skrá sig á kynninguna hér til þess að hægt sé að áætla fjölda fyrir veitingar. Það er þó ekki nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn.

Dagskráin hefst á almennri kynningu um námið og að henni lokinni verður opið fyrir spurningar og spjall. Ólafur Jónsson, verkefnastjóri námsins við HA og Ásgeir Ásgeirsson, deildarforseti Iðn- og tæknifræðideildar HR munu kynna námið og meðal annars svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er tæknifræði?
  • Hvað gera tæknifræðingar?
  • Hvernig virkar námið?
  • Hvernig er félagslífið?
  • Er tæknifræði eitthvað skyld verkfræði?
  • Hvaða námskeið eru kennd?
  • Hvaða forkröfur þarf ég að hafa?
  • Hvaða möguleikar standa mér til boða að námi loknu?

Iðnaðar- og orkutæknifræðingar fást við hluti sem eru allt í kringum okkur svo sem í orkuiðnaði og í iðn- og framleiðslufyrirtækjum. Framfarir á sviði endurnýjanlegra orkugjafa opna fyrir ótal tækifæri í virkjun vatnsorku, vindorku og jarðvarma. Ör þróun er fyrirsjáanleg og í faginu með tilkomu nýjunga í orkutæknifræði og sjálfvirknivæðingu í iðnaði.

Námið er samstarf Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík.

Áhugasöm geta kynnt sér námið betur hér.

Facebook viðburður

Öll velkomin!