Þar sem heimspeki og menntun mætast

Málþing til heiðurs Guðmundi Heiðari Frímannssyni sjötugum

Þann 14. október mun málþingið Þar sem heimspeki og menntun mætast til heiðurs Guðmundi Heiðari Frímannssyni fara fram í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. 

Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor markaði djúp spor á ferli sínum innan Háskólans á Akureyri. Fyrst við undirbúning stofnunar Kennaradeildar og síðar sem fyrsti starfsmaður hennar og forstöðumaður/deildarforseti í fjórtán ár. Guðmundur Heiðar kom að kennslu og umsjón námskeiða, einkum í heimspeki menntunar og siðfræði, leiddi þróunarstarf á því sviði og sinnti leiðsögn nemenda í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Sérþekking hans og reynsla hefur komið háskólanum vel. Hann hefur verið virkur í rannsóknum og starfað í fjölmörgum fastanefndum, ráðum og tímabundnum starfshópum við háskólann. Einnig átti Guðmundur Heiðar sæti í fyrsta doktorsnámsráðinu sem skipað var 2018.

Dagskrá

13:00 Setning málþings

Birna María B. Svanbjörnsdóttir, deildarforseti Kennaradeildar HA og Bragi Guðmundsson, prófessor við Kennaradeild HA

13:10-13:30 Um heiðursmanninn og menntahugsuðinn Guðmund Heiðar

Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann í Birmingham

13:30-13:45 Upphaf kennaranáms við Háskólann á Akureyri

Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor HA

13:45-14:00 Minni leikskólakennaranáms við Háskólann á Akureyri

Guðrún Alda Harðardóttir, fyrrverandi dósent við HA

14:05-14:20 Að starfa með og feta í fótspor farsæls deildarforseta

Anna Þóra Baldursdóttir, fyrrverandi formaður Kennaradeildar HA

14:20-14:35 Siðfræði og mannkostir Guðmundar Heiðars

Sigurður Kristinsson, prófessor við HA

14:40-14:55 „Þú veist, heimspekifuglinn flýgur bara mishátt sko, hann er þannig gerður.“ Hugleikur – samræður til náms

Jórunn Elídóttir, dósent við HA, Jenný Gunnbjörnsdóttir, sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar HA og Sólveig Zophoníasdóttir, aðjúnkt við HA

15:00-15:15 Borgaramennt og mannréttindi barna

Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor við Háskóla Íslands

15:15-15:30 Fetað í fótspor: Heimspeki menntunar og siðfræði í HA 

Garðar Ágúst Árnason, prófessor við HA

15:30-15:40 Þakkir fyrir hönd HA

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA og Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor HA

15:40-15:50 Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri

16:00-17:30 Móttaka í Miðborg

Að loknu málþingi fer fram móttaka með léttum veitingum í Miðborg Háskólans á Akureyri.

Öll velkomin!