Þjónusta sveitarfélaga, gæði hennar og stærð þeirra

Opin málstofa í Viðskiptadeild

Öll velkomin á Opna málstofu í Viðskiptadeild. Málstofan fer fram í stofu M101 og verður henni einnig streymt hér.

Að þessu sinni mun Vífill Karlsson, dósent við Viðskiptadeild flytja erindið:

Þjónusta sveitarfélaga, gæði hennar og stærð þeirra

Í erindinu verður sagt frá nýlegri rannsókn á þjónustustigi sveitarfélaga og hvort stærð sveitarfélags hefur áhrif þar á. Í ljós kemur að þetta er breytilegt eftir því hvaða þjónustu er að ræða. Einnig er áhugaverður munur á því hvort Reykjavík er með í greiningunni eða ekki ásamt ýmsu öðru áhugaverðu. Stuðst er við stóran gagnagrunn Íbúakönnunar landshlutanna þar sem nærri 17.000 tóku þátt árin 2016, 2017 og 2020. Í erindinu verður líka fjallað um nýlegt mat á því hvort stærðarhagkvæmni sé til staðar í rekstri sveitarfélaga en það er nauðsynlegt skilyrði fyrir því að stærri sveitarfélög geti veitt betri þjónustu heldur en þau minni. Þar er stuðst við rekstrartölur allra sveitarfélaga á tímabilinu 2004-2021 sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur safnað á ári hverju.

Öll velkomin!