Þegar tvær sjávarbyggðir urðu að einni

Opin málstofa í Viðskiptadeild um félagsleg og efnahagsleg þróun á Siglufirði og Ólafsfirði eftir sameiningu og göng

Öll velkomin á Opna málstofu í Viðskiptadeild. Að þessu sinni mun Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Viðskiptadeild flytja erindið: 

Þegar tvær sjávarbyggðir urðu að einni - Félagsleg og efnahagsleg þróun á Siglufirði og Ólafsfirði eftir sameiningu og göng

Málstofan fer fram í stofu M102 og verður einnig streymt frá henni hér.

Grétar mun kynna niðurstöður úr norrænni rannsókn á aðlögunarhæfni strandbyggða á Vestur-Norðurlöndum og Norður-Noregi í verkefninu NORVALUE: Value Chains and Resilient Coastal Communities in the Nordic Atlantic.

Í rannsókninni voru byggðir á Íslandi skoðaðar, þar á meðal Siglufjörður og Ólafsfjörður, sem sameinuðust í Fjallabyggð árið 2006. Verkefnið leggur áherslu á félags- og efnahagsleg áhrif sameiningarinnar, opnun Héðinsfjarðarganga, og þær breytingar sem fylgdu í menntun, ferðaþjónustu og þekkingariðnaði.

Öll velkomin!