Laust starf: Verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra gagnagreiningar og fjárhags. Starfið heyrir undir forstöðumann fjármála og greiningar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags ber ábyrgð á og leiðir greiningu gagna, úrvinnslu og framsetningu í tengslum við rekstur og fjármál. Verkefnastjórinn ber ábyrgð á og hefur umsjón með vöruhúsi gagna og tekur þátt í þróun skýrslna. Hann ber ábyrgð á og annast mánaðarlega launagreiningu eininga og annast eftirfylgni og samskipti við stjórnendur vegna þess.

Verkefnastjórinn tekur þátt í áætlanagerð, sinnir uppgjörsmálum og vinnur að ársreikningi háskólans og stofnana hans. Hann veitir stjórnendum upplýsingar og leiðbeiningar í tengslum við áætlanagerð og rekstur.

Verkefnastjórinn heldur utan um innleiðingu nýrra verkferla og kerfa ásamt því að veita stuðning og kennslu við innleiðingu. Verkefnastjórinn tekur þátt í vinnu við greiningu gagna sem tengjast lykiltölum um starfsemi háskólans og ber ábyrgð á skilum til opinberra aðila.

Verkefnastjórinn vinnur að úrlausn ýmissa launa- og kjaramála. Hann ber ábyrgð á framkvæmd jafnlaunagreiningar háskólans í samræmi við kröfur um jafnlaunavottun. Verkefnastjórinn ber ábyrgð á og hefur umsjón með handbók um innra eftirlit.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi er nauðsynlegt og er háskólamenntun á meistarastigi kostur
  • Frumkvæði og sveigjanleiki ásamt getu og áræðni til að taka við nýjum verkefnum án fyrirvara eru mikilvægir hæfnisþættir
  • Kostur að hafa reynslu af bókhalds- og launakerfi ríkisins eða sambærilegu
  • Góð þekking á reikningshaldi er nauðsynleg
  • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg, þ.m.t. mikil færni í Excel
  • Þekking á upplýsingatæknikerfum er kostur
  • Reynsla í greiningu gagna og fjármálalæsi er nauðsynleg
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu og umhverfi háskóla er kostur
  • Gott vald á íslensku, jafnt töluðu sem rituðu máli og færni í ensku er nauðsynleg
  • Skipuleg og vönduð vinnubrögð, ábyrgðarkennd ásamt þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mjög mikilvæg

Umsókn skal fylgja

  • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil
  • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
  • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2024

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.

Við ráðningu í störf við Háskólann á Akureyri er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans og tekið er tillit til þarfar einingarinnar við ráðningu.

Nánari upplýsingar veitir

Helga María Pétursdóttir, helgamaria@unak.is, sími 460-8012.

Sækja um starf