Nýr Nansen prófessor tekinn til starfa

Dr. Romain Chuffart er nýr Nansen prófessor við Háskólann á Akureyri
Nýr Nansen prófessor tekinn til starfa

Mánudaginn 8. apríl hélt nýr Nansen prófessor við HA, Dr. Romain Chuffart innsetningarerindi sitt sem ber yfirskriftina „Where next for Polar Law? Achieving Justice in an Age of Crises". Viðburðurinn var vel sóttur og geta áhugasöm nálgast upptöku af honum hér. Við upphaf dagskrár kynnti Tom Barry, forseti Hug- og félagsvísindasviðs, Dr. Chuffart og að því loknu sagði sendiherra Noregs á Íslandi, Cicilie Willoch, nokkur orð áður en Romain Chuffart hélt sitt erindi.

Í kjölfar innsetningarerindisins hefur Romain verið á fundum í Washington D.C. þar sem hann er að vinna að rannsóknarverkefnum með Wilson Centre. Hann tók svo þátt og skipulagði tvær málstofur á Arctic Circle Forum í Berlín í byrjun maímánaðar. Í lok mánaðarins mun hann taka þátt í UArctic Congress og High North Dialogue í Bodö í Noregi. Í haust hefst svo undirbúningur fyrir þátttöku háskólans í Arctic Circle Assembly í Reykjavík og CNARC ráðstefnuna sem haldin verður í HA. Auk þess mun Romain koma að kennslu við Háskólasetur Vestfjarða í framhaldsnámi í haf- og strandsvæðastjórnun.

Við bjóðum Romain enn og aftur innilega velkominn til starfa. Áhugasöm geta nálgast nánari upplýsingar um Nansen prófessorsstöðuna hér.