Tekið er við umsóknum til og með 2. desember
Auðlindadeild, Félagsvísindadeild og Viðskiptadeild hafa tekið ákvörðun um að opna fyrir umsóknir nýnema í einstakar námsleiðir nú um áramótin. Tekið er við umsóknum í eftirfarandi námsleiðir frá 15. nóvember til og með 2. desember.
Eindagi skrásetningargjalds sem er 55.000 kr. er 10. desember. Umsækjendur fylgjast með stöðu umsókna í umsóknargátt. Greiðsla skrásetningargjalda fer fram á sama stað sé umsókn samþykkt. Athugið að engir greiðsluseðlar verða sendir út né greiðslukröfur stofnaðar.
Hér getur þú nálgast yfirlit yfir þær námsleiðir sem opið er fyrir umsóknir í:
Grunnnám
Framhaldsnám
Hvernig sæki ég um?
Áhugasamir umsækjendur þurfa að setja sig í samband við verkefnastjóra þeirrar námsleiðar sem þeir hafa hug á að sækja um. Upplýsingar og heimild til umsóknar um nám veita/veitir:
Fyrir félagsvísindi, fjölmiðlafræði og nútímafræði:
Anna Karen Úlfarsdóttir, verkefnastjóri Hug- og félagsvísindasviðs í tölvupósti eða í síma 460 8522
Fyrir lögreglu- og löggæslufræði:
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri í lögreglufræði í tölvupósti eða í síma 460 8520
Fyrir sjávarútvegsfræði:
Herdís Hulda Guðmannsdóttir, verkefnastjóri Auðlindadeildar í tölvupósti eða í síma 460 8043
Fyrir viðskiptafræði MM og MS:
Ása Guðmundardóttir, starfsmaður Viðskiptadeildar í tölvupósti eða í síma 460 8037
VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR Í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI!