464. fundur Háskólaráðs

Fundur var haldinn fimmtudaginn 26. september 2024.

Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:30.

Mætt voru auk hennar:

Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Katrín Björg Ríkharðsdóttir varafulltrúi Háskólaráðs (í fjarfundi)
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Lilja Margrét Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt: 

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir: 

Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri

Rektor kynnti dagskrá

1. Fjármál og rekstur

2401050
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu kom inn á fundinn.

Rekstraryfirlit
Hólmar fór yfir rekstrarstöðu háskólans janúar til ágúst. Rekstur háskólans í heild er enn yfir áætlun en reksturinn færist í rétta átt og unnið er að því að reksturinn nái jafnvægi fyrir árslok og að niðurstaðan verði innan marka.

Fjárlög 2025 og Árangurstengd fjármögnun háskóla
Hólmar fór yfir helstu tölur og þætti úr fjárlögum sem varða Háskólann á Akureyri. Nú er í fyrsta sinn að fullu úthlutað í samræmi við nýtt fjármögnunarlíkan ráðuneytisins og við það virðist framlagið til HA hækka lítillega á milli ára. Hólmar fór yfir helstu forsendur fjármögnunar og jafnframt voru ræddar ýmsar spurningar og athugasemdir um útfærslu á þeim þáttum og forsendum sem liggja til grundvallar úthlutunar til háskólanna í nokkrum þáttum líkansins. Í framhaldinu kynnti Hólmar tillögur að breytingar á innra deililíkani HA sem endurskoðað hefur verið í kjölfar þessara breytinga.

Hólmar yfirgaf fundinn.

2. Ákvörðun um innritun um áramót

2409100
Ekki er gert ráð fyrir almennri innritun nýrra nemenda um áramót. Ákvörðun um innritun í einstakar deildir um áramót er vísað til forseta fræðasviða og stjórna fræðasviðanna, að teknu tilliti til stöðu mála í einstökum deildum, s.s. nemendafjölda, fjármögnunar og fjárhagsstöðu deilda og fræðasviða.

3. Samstarf háskóla – samtal við Háskólann á Bifröst

2404025
Rektor gerði grein fyrir stöðu málsins og málið rætt.

4. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar – sameining við HA

2404107
Rektor gerði grein fyrir stöðunni við undirbúning við sameiningu Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar við Háskólann á Akureyri. Háskólaráð fagnar þessu skrefi og sameiningu öflugrar stofnunar á sviði norðurslóða við Háskólann á Akureyri. Reglur um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar við Háskólann á Akureyri eru samþykktar og taka gildi þann 1. janúar 2025.

5. Gæða- og mannauðsmál

2409099
Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri kom inn á þennan lið fundarins og fór yfir það sem er efst á baugi í gæða- og mannauðsmálum
Ný rammaáætlun um gæðastarf háskóla tók gildi í maí sl., QEFIII og verið er að uppfæra gæðaferla út frá nýrri áætlun sem mun enda með stofnunarúttekt árið 2027. Gæðaráð háskólanna hefur fengið nýtt nafn, Gæðamat háskóla (Icelandic Agency for Quality Assurance) og fór Vaka yfir helstu breytingar í starfi Gæðamats háskóla og ráðgjafanefndar Gæðamats háskóla, sem eru gæðastjórar háskólanna.

Í mannauðsmálum er efst á baugi m.a. stjórnendafundir og stuðningur við stjórnendur, mannauðsgreiningar, vinna við nýja mannauðsstefnu og geðheilsuátak.

Vaka yfirgaf fundinn.

6. Til kynningar

Jafnréttisáætlun 2025-2028 (2408049)
Heildarendurskoðun á jafnréttisáætlun fór fram sl. vormisseri og er nú komin í samráðsferli innan háskólans. Jafnréttisáætlun er hér lögð fram til kynningar fyrir háskólaráð. Gert er ráð fyrir að hún verði lögð fram til samþykktar á fundi háskólaráðs í október.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.