Viltu bæta færni þína í verkefnavinnu og ritgerðarskrifum?

Nýtt námskeið í upplýsingalæsi
Viltu bæta færni þína í verkefnavinnu og ritgerðarskrifum?

Ef þér finnst erfitt að finna heimildir og gera heimildaskrá, ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara. Kennsluvefur og námskeið í upplýsingalæsi hefur litið dagsins ljós!

Vefnum og námskeiðinu er ætlað að hjálpa þér að velja viðfangsefni fyrir verkefni og ritgerðir, þekkja lykilatriði við leit í gagnasöfnum, vita hvar er best að leita og hvaða aðgengi þú hefur að efninu. Einnig er farið yfir hvernig hægt er að meta gæði heimilda og hvað ritrýni þýðir. Að lokum er stiklað á stóru varðandi notkun heimilda við verkefnavinnu.

Námskeiðið er opið öllum og hægt er að taka það þegar þér hentar!

Smelltu hér til að nálgast námskeiðið eða komdu í heimsókn til okkar á bókasafnið. Þú getur líka sent okkur töluvpóst á bsha@unak.is

Kennsluvefurinn er unninn af vinnuhópi sem samanstendur af íslensku háskólabókasöfnunum; Bókasafni Menntavísindasviðs HÍ, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum í Reykjavík, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og Listaháskóla Íslands. Kennsluvefurinn er í opnum aðgangi og er fjármagnaður með styrk úr Bókasafnasjóði.