Frá hugmynd til framkvæmdar: Uppfinningar í háskólasamfélaginu

27. mars 2025 kl. 09:00-11:00
Málþing á vegum Miðstöðvar doktorsnáms

Hefur þú hugmynd sem gæti orðið að uppfinningu? Hvað gerist næst? Hvaða leiðir eru í boði fyrir starfsfólk Háskólans á Akureyri sem hefur áhuga á að þróa nýjar lausnir og jafnvel stofna sprotafyrirtæki?

Miðstöð doktorsnáms HA býður til spennandi málstofu þar sem við skoðum ferlið frá hugmynd til framkvæmdar. Sérfræðingar munu ræða um:

  • Einkaleyfi og eignarhald uppfinninga
  • Ferlið við stofnun sprotafyrirtækis
  • Stuðningsúrræði og ráðgjöf

Skráðu þig á málstofuna hér

Við fáum til liðs við okkur tvo sérfræðinga á sínu sviði:

  • Brynja Björg Halldórsdóttir er lögfræðingur Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands og ritari Hugverkanefndar Háskóla Íslands og Landspítala. Hún mun fara yfir verklagið hjá HÍ um uppfinningar sem starfsfólk HÍ kemur með í starfi, sem og verklag utan um sprotafyrirtæki sem stofnuð eru af starfsfólki HÍ utan um slíkar uppfinningar, en HÍ á hlut í 22 slíkum félögum.
  • Lýður Skúli Erlendsson er vísinda- og nýsköpunarstjóri Auðnu Tæknitorgs. Hlutverk Auðnu er að aðstoða háskóla- og vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna, verðmætasköpunar og aukinnar samkeppnishæfni. Lýður mun fara yfir þá þjónustu sem Auðna bíður upp á fyrir starfsfólk háskóla.

Dagskrá

09:00 - Opnun málstofu
Áslaug Ásgeirsdóttir rektor Háskólans á Akureyri

09:15 - Verkefni frumkvöðla og nýsköpunar í háskólanum
Svava Björk Ólafsdóttir verkefnastjóri frumkvöðla og nýsköpunar við HA

09:25 Hvernig styður Auðna háskólasamfélagið?
Lýður Skúli Erlendsson

10:10 - Kaffihlé

10:20 - Verklag Háskóla Íslands um uppfinningar starfsmanna
Brynja Björg Halldórsdóttir

11:05 - Opið spjall og spurt&svarað með sérfræðingum

Skráning

Málþingið er opið öllum en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér.

Viltu fá persónulega ráðgjöf?

Eftir hádegi geta stúdentar og starfsfólk bókað fundi með Brynju og Lýði.

Öll velkomin - Ekki missa af þessu ef þú vilt breyta góðri hugmynd í veruleika!