Doktorsnemastaða laus til umsóknar - AEGUS verkefni

Starf doktorsnema við rannsóknir sem felast í háþróuðum raflífeðlisfræðilegum mælingum og starfrænni myndgreiningu á heila með nýstárlegum tæknibúnaði er laust til umsóknar

Starf doktorsnema við rannsóknir sem felast í háþróuðum raflífeðlisfræðilegum mælingum og starfrænni myndgreiningu á heila með nýstárlegum tæknibúnaði er laust til umsóknar. Staðan er hluti af AEGUS verkefninu, sem er styrkt af rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon Europe. Staðan er til þriggja ára. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri og er um fullt starf að ræða. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2025 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

AEGUS er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, g.tec medical engineering í Austurríki, University of Rome á Ítalíu, Fraunhofer IBMT og Fraunhofer MEVIS í Þýskalandi og University Hospital of Neurology Salzburg í Austurríki. Markmið þess er að þróa og prófa nýtt tæki sem er í senn ómtæki og heilarafrit (US-EEG tæki). Með þessari tækni á að vera mögulegt að framkvæma starfræna ómskoðun og örva og greina heilavirki með mjög mikilli upplausn. Teymið hjá Háskólanum á Akureyri verður meðal þeirra fyrstu sem prófa US-EEG tækið. Hlutverk doktorsnemans er að hafa umsjón með öflun þátttakanda og leiða klínískar prófanir með US-EEG tækinu. Í því fellst að hafa ábyrgð á gagnasöfnun og vinnslu gagna undir handleiðslu leiðbeinanda. Doktorsneminn hefur einnig það hlutverk að kynna niðurstöður á ráðstefnum og skrifa vísindagreinar til birtingar í viðurkenndum fagtímaritum. Í boði verður að taka þátt í kennslu BS nema við Háskólann á Akureyri.

Hæfniskröfur

Nauðsynleg færni:

  • Læknapróf eða MS gráða í sálfræði, taugavísindum, heilbrigðisvísindum, lífverkfræði eða önnur gráða sem nýtist í verkefninu. Einungis koma til greina umsækjendur sem hafa lokið menntun sem jafngildir BS með180 ECTS einingum og MS 120 ECTS, þar af að 30-60 ECTS fyrir rannsóknartengda meistararitgerð og 60 ECTS fyrir námskeið.
  • Mjög gott vald á ensku, bæði í ræðu og riti.
  • Reynsla og færni í vísindalegum aðferðum, svo sem heimildaleit, tölfræðigreiningu og ritun vísindagreina.
  • Góðir samstarfs og samskiptahæfileikar og hæfni til að taka virkan þátt í vísindateymi í alþjóðlegu og þverfaglegu umhverfi.
  • Færni til að fást við nýjan vél- og hugbúnað.

Æskileg færni:

  • Reynsla af heilarafritun og greiningu heilarafrita.
  • Reynsla af notkun spurningalista.
  • Reynsla af viðtölum.
  • Gott vald á íslensku, bæði í ræðu og riti.

Umsókn skal fylgja:

  • Ferilskrá.
  • Afrit af BS og MS prófskírteinum og einkunnum (á ensku).
  • Vísindaleg afrekaskrá (ef einhver er).
  • Upplýsingar (tölvupóstur/sími) um tvo prófessora/kennara sem hafa haft umsjón með námi viðkomandi og eru reiðubúin að veita umsagnir.
  • Kynningarbréf eða myndband (sem vefslóð).

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Háskólinn á Akureyri býður upp á vinalegt starfsumhverfi í fallegum bæ þar sem margskonar afþreying er í boði. Háskólinn býður upp á einstaklingsmiðað nám og rannsóknarverkefni doktorsnema er lykilþáttur námsins. Áhersla er lögð á hágæða leiðsögn doktorsnema og gott samfélag stúdenta.

Prófanir á rannsóknastofunni í Háskólanum á Akureyri hefjast í lok árs 2025 og verða þær gerðar í nánu samstarfi við erlenda samstarfsaðila.

Ráðning í starfið er háð því að umsækjandi sæki formlega um að hefja doktorsnám við Háskólann á Akureyri og að umsóknin sé samþykkt af Miðstöð doktorsnáms. Inntökuskilyrði eru meistarapróf, með fyrstu einkunn, eða sambærilegt lokapróf af öðru háskólastigi á því fræðasviði sem doktorsnámið mun byggja á eða á skyldu sviði. Aðalleiðbeinandi verður Yvonne Höller, prófessor við Sálfræðideild Háskólans á Akureyri.

Við ráðningu í störf við Háskólann á Akureyri er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér. Reglur um doktorsnám og doktorspróf við Háskólann á Akureyri má sjá hér.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2025

Nánari upplýsingar veitir