Laust starf: Verkefnastjóri launa- og kjaramála

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra launa- og kjaramála. Starfið heyrir undir forstöðumann fjármála og greiningar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri launa- og kjaramála ber ábyrgð á og sinnir allri almennri launavinnslu háskólans, ásamt því að vinna að úrlausn ýmissa mála er tengjast launa- og kjaramálum. Í því felst m.a. gerð ráðningarsamninga, stigamat starfa, utanumhald um kennslu- og rannsóknarskyldu kennara, yfirvinnu og orlof auk útreikninga á ýmsum aukagreiðslum.Verkefnastjórinn sinnir einnig upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks og tölulegri úrvinnslu sem tengist launa- og kjaramálum. Verkefnastjórinn tekur þátt í úrlausn álitamála og endurskoðun stofnanasamninga með þátttöku í samstarfsnefndum stéttarfélaga starfsfólks og HA. Verkefnastjórinn sér um að meta störf í stoðþjónustu og stjórnsýslu og kemur að vinnu við jafnlaunavottun með ýmsum hætti.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf og reynsla sem nýtist í starfi nauðsynlegt
  • Góð almenn tölvukunnátta og talnagleggni nauðsynleg
  • Mjög gott vald á tölulegri úrvinnslu í Excel nauðsynlegt
  • Þekking á kjarasamningum og úrvinnslu þeirra nauðsynleg
  • Þekking og reynsla af launakerfi ríkisins Oracle mjög æskileg
  • Þekking á stjórnsýslulögum og starfsemi háskóla æskileg
  • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli er mikilvægt
  • Skipuleg og vönduð vinnubrögð, ábyrgðarkennd ásamt þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mjög mikilvæg

Umsókn skal fylgja:

  • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil.
  • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
  • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2025

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.Við ráðningu í störf við Háskólann á Akureyri er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans og tekið er tillit til þarfar einingarinnar við ráðningu.

Nánari upplýsingar veitir

Helga María Pétursdóttir, helgamaria@unak.is, sími 460-8012.

Sækja um starf