Landssamráðsfundur gegn ofbeldi

Hvernig þéttum við öryggisnetið svo það grípi alla?

Landssamráðsfundur er ein þeirra aðgerða sem finna má í áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Fundurinn er haldinn af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu en Ríkislögreglustjóri sér um skipulagningu og framkvæmd.

Markmiðið með fundinum er að gefa fulltrúum ríkis, sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, rannsóknastofnana, og annarra sem láta sig þessi mál varða, tækifæri til að bera saman bækur sínar, kynna nýjungar, niðurstöður rannsókna og koma á framfæri tillögum til úrbóta með það að markmiði að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi.

Landssamráðsfundurinn 2022 fer fram á Grand hótel miðvikudaginn 9. nóvember. Þá verður streymt frá fundinum í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri ásamt því sem vinnustofur fara fram í Háskólanum á Akureyri og á Selfossi.

Skráning fer fram hér

Dagskrá

Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir

8:30 Setning fundarins
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra setur fundinn

Þema 1: Ofbeldi meðal barna og ungmenna

08:47 Afbrotavarnir meðal barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri

09:00 Er ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi að aukast?
Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur og svisstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra og Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar

09:15 Samfélagsmiðlanotkun og ofbeldi barna og ungmenna
Skúli Bragi Geirdal, verkefnisstjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd og Hulda Björgúlfsdóttir, teymisstjóri neyðarmóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahúss

09:29 Hinseginleikinn og hatursofbeldi
Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 og Andie Sophia Fontaine, ritstjóri Grapevine

09:43 Ofbeldisforvarnir í skólum
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Margrét Edda Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnisstjóri Senter í Breiðholti

09:58 Panel umræður
Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Rannveig Sigurvinsdóttir, lektor í sálfræði við HR, Guðrún Svava Baldursdóttir, formaður Samfés, Silja Rún Reynisdóttir, forvarnarfulltrúi lögreglunnar á Norðausturlandi, Arndís Soffí Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum og Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs og leikskólakennari

10:30 Kaffihlé

10:45 Þjálfun gegn kynferðisofbeldi
Jana María Guðmundsdóttir, fræðslu- og kynningarstjóri Neyðarlínunnar og Benedikta Sörensen, stofnandi Ofbeldisvarnarskólans

Þema 2: Þverfaglegt samráð gegn heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi

11:00 Mikilvægi þverfaglegri savinnu gegn ofbeldi
Marlene Schiappa, fyrrverandi ráðherra Frakklands með ábyrgð á kynjajafnrétti, fjölbreytni og jöfn tækifæri

11:10 Áfallamiðuð nálgun er lykillinn
Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og fyrrverandi lögreglumaður og Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

11:26  „Þau voru alltaf sofandi“: Mýtur um börn og heimilisofbeldi
Bergdís Ýr Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og barnastýra Samtaka um kvennaathvarf og Rúnar Þór Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi

11:40 Þróun þjónustu vegna ofbeldis fyrir þolendur og gerendur á Norðurlandi
Agnes Björk Blöndal, saksóknarafulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Bjarmahlíðar hjá lögreglunni á Norðausturlandi og Þórður Kristinsson, framhaldsskólakennari

11:50 Hvernig stoppum við ofbeldishegðun?
Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur Heimilisfriði og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu

12:08-13:00 Hádegishlé

13:00 Panel umræður
Rúnar Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi við bráðamóttöku LSH, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Þroskahjálp, Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Saman gegn ofbeldi, Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður lagabr. um samþykki í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga

Vinnustofur

13:35 Vinnustofa þátttakenda á Akureyri

  • Hvað stendur í vegi fyrir því að stöðva ofbeldi í samfélaginu?
  • Ef við mættum ráða, hvernig myndum við stöðva ofbeldi í samfélaginu?
  • Unnið á borðum og kynnt í lokin

15:43 Samstarfsverkefni UN Women og ríkislögreglustjóra um jafnrétti í löggæslu og meðferð ofbeldismála (myndband)
Phillipa Adams, ráðgjafi vegna löggæslu við fastanefnd Ástralíu og formaður netverks lögregluráðgjafa fastanefnda Sameinuðu þjóðanna, Jane Townsley, stofnandi Force International ltd., ráðgjafi UN Women v/  löggæslu og framkvæmdastýra Alþjóðasamtaka lögreglukvenna (IAWP) og fv. chief inspector., Mirko Fernandez, verkefnastjóri UN Women vegna handbókar um jafnrétti í löggæslu og Gerry Campbell, stofnandi Gerry Campbell Consultancy ltd., formaður lögbundinna endurskoðunar á manndrápum í Bretland og fv. detective chief superintendent

15:54 Sima Bauhaus, framkvæmdastýra UN Women HQ

16:02 Pallborðsumræður
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, Guðríður Bolladóttir, settur umboðsmaður barna

16:32 Umræður landssamráðsfundar dregnar saman og fundið slitið

Öll velkomiN!