Allt sem þú vilt vita um vistkjöt!

28. mars 2025 kl. 12:00-13:00
Opin málstofa Auðlindadeildar með Birni Örvari vísindastjóra ORF Líftækni

Öll velkomin á Opna málstofu Auðlindadeildar!

Viltu fá innsýn í framtíðina á matvælamarkaði?

Komdu og heyrðu um þá spennandi þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum í framleiðslu vistkjöts – tækni sem mun móta framtíð matvælaframleiðslu.

Í þessari málstofu fer Björn Örvar, vísindastjóri ORF Líftækni, í gegnum hvernig vistkjöt er framleitt með því að rækta frumur í stórum stáltönkum án þess að þurfa að ala dýr til slátrunar. Þetta nýstárlega ferli sparar bæði náttúruauðlindir og dregur úr umhverfisáhrifum, og það eru nú þegar vörur á markaði í borgum eins og Singapore og Hong Kong. Þar að auki hafa fyrstu markaðsleyfin verið veitt í Bandaríkjunum.

Vistkjöt er að brjótast inn á markaðinn og búast má við því að það komi á Evrópumarkað innan fárra ára. Þar eru staðsett mörg af sterkustu fyrirtækjum sem vinna að þessari spennandi tækni. Við vonumst til að sjá þig á málstofunni þar sem við skoðum áhrif vistkjöts á matvælaiðnaðinn, umhverfið og framtíðina.

  • Málstofan fer fram í stofu M101

Öll velkomin!