Í Félagsvísindadeild er boðið upp á námsleiðir á BA stigi sem eru einstakar í námsflóru Íslands. Að hluta til er boðið upp á sömu námskeið í þessum námsleiðum á fyrsta ári en sérhæfingin eykst þegar líður á námið. Til viðbótar eru í boði tvær námsleiðir á meistarastigi. Í öllu námi við Félagsvísindadeild er lögð áhersla á að veita staðgóða menntun og rækta gagnrýna hugsun.
Við Félagsvísindadeild starfar reynslumikið fræðafólk og öflugt starfsfólk í stjórnsýslu og stoðþjónustu.