Skapandi samtalsfundir

Fyrsti samtalsfundur Rannsóknarseturs skapandi greina (RGS) fór fram hjá og í samstarfi við CCP fyrirtækið fyrir tveimur vikum.
Skapandi samtalsfundir

Fyrsti samtalsfundur Rannsóknarseturs skapandi greina (RGS) fór fram hjá og í samstarfi við CCP fyrirtækið fyrir tveimur vikum. Fundurinn er sá fyrsti í röð óformlegra funda sem Rannsóknasetrið stendur að. Með fundaröðinni vill RSG skapa samræðuvettvang áhugafólks um skapandi greinar með því að tengja saman hagaðila í einkageiranum, akademíunni og stofnunum og efla þannig umræðuna um menningu og skapandi greinar. Þá kynnti Ágúst Ólafur Ágústsson nýútkomna skýrslu um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi.

Háskólinn á Akureyri er einn af stofnaðilum setursins og situr Eyjólfur Guðmundsson, fyrrum rektor HA, í stjórn núna fyrir hönd skólans. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri er þessa dagana Rannsóknarsetri skapandi greina innan handar vegna skipulagningar málþings sem haldið verður á Akureyri í enda nóvember. Málþingið verður auglýst betur síðar.

Meginmarkmið Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) er að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina, með hliðsjón af fjölþættum áhrifum listsköpunar og menningarframleiðslu á samfélagið. RSG er óháður rannsóknaraðili og leggur áherslu á akademískt sjálfstæði í allri starfsemi. Rannsóknasetrið sinnir fjölbreyttum rannsóknum og greiningum á atvinnulífi menningar og skapandi greina og vinnur að því að styrkja rannsóknamenningu og -innviði á þessu sviði.