Sjávarútvegsskóli unga fólksins - Sjávarútvegsráðstefnan 2024

Tækifæri í menntamálum í sjávarútvegi - hvernig ætlum við að vera best í heimi?

Kynning á spennandi námi fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á sjávarútvegi.

Guðrún Arndís Jónsdóttir er forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (HA). Hún hefur unnið að því að styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi, auk þess að efla hagnýtar rannsóknir, verkefni og kennslu tengd sjávarútvegi.

Guðrún er með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og hefur áður starfað sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs hjá Samherja hf og skrifstofustjóri hjá Iceland Pelagic ehf. Hún hefur jafnframt komið á fót Fiskeldisskóla unga fólksins og tekið þátt í verkefnum tengdum sjávarútvegi og fiskeldi með öðrum norðurlandaþjóðum.

Guðrún mun deila innsýn sinni og reynslu á Sjávarútvegsráðstefnunni, með áherslu á tækifæri og áskoranir í menntamálum í greininni.