415. fundur háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fimmtudaginn 25.06.2020 kl. 13.30. Borgir, R262

 

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:30.

Mættir voru auk hans: 

Brynhildur Pétursdóttir varafulltrúi háskólaráðs (í fjarfundi)
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi menntamálaráðherra (í fjarfundi)
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson fulltrúi stúdenta
Óskar Þór Vilhjálmsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigfríður Inga Karlsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Fjarverandi:

Kristján Þór Magnússon fulltrúi háskólaráðs

Einnig mætt: 

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Hólmar Svansson framkvæmdastjóri
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Sólveig María Árnadóttir verkefnastjóri í markaðs- og kynningarmálum

Rektor óskaði eftir breytingu á dagskrá. Gert er ráð fyrir að umræða um inntöku nemenda taki langan tíma og verði lið 3 um umsögn vísindaráðs um stjórnunar- og aðstöðugjald frestað fram í ágúst til að mynda rými fyrir umræðuna. Tillaga rektors samþykkt.

1. Fjármál og rekstur

Forstöðumaður fjármál fór yfir rekstrarstöðu skólans í heild sinni. Staða skólans er jákvæð en hefðbundið er að reksturinn sé þyngri á síðari hluta ársins og viðbótarkostnaður vegna Covid-19 er að litlu leyti kominn til greiðslu. Það þarf því áfram að gæta fyllstu varúðar og aðhaldi í rekstrinum svo þessum góða árangri sé viðhaldið. Forstöðumaður fjármála yfirgaf fundinn.

2. Innritun á haustmisseri – staða mála

Tilkynning menntamálaráðuneytis frá 22. júní sl. um að framhalds- og háskólum verði tryggt viðbótarfjármagn rædd. 

Staða og forsendur HA til inntöku nýnema fyrir komandi haustmisseri rædd. Fyrir liggur ákvörðun háskólaráðs sem tekin var fyrr í vetur um að takmarka þann fjölda sem fær inngöngu í nám á haustmisseri.

Ef tekin er ákvörðun um að bæta við nemendum þá verður á sama tíma að taka ákvörðun um að farið verði í að fjölga starfsfólki.

Rektor fór yfir fjölda umsókna á hverju fræðasviði. Umsóknir um skólavist eru samtals 2033.

Miklar umræður sköpuðust um stöðu Háskólans á Akureyri þar sem nemendaígildi hafa verið umfram fjárveitingar undanfarin ár og því getur það haft miklar afleiðingar á gæði náms að taka inn allan þennan umframfjölda nemenda.

Brynhildur yfirgaf fundinn kl. 15.

Ákvörðun frestað til föstudagsmorguns.

Hólmar og Sólveig yfirgáfu fundinn.

3. Umsögn vísindaráðs um reglur um stjórnunar- og aðstöðugjald

Málinu frestað til ágústfundar.

4. Áhrif Covid-19 á rannsóknir og ritvirkni starfsfólk HA

Til upplýsinga. Framkvæmdastjórn HA bókaði á fundi sínum þann 23. júní sl. að við mat á kennsluskyldu á grundvelli rannsóknastiga ársins 2020 verður kennsluskylda ekki aukin ef starfsfólk skilar ekki tilskyldum fjölda rannsóknastiga fyrir árið 2020. 

Háskólaráð samþykkir fyrir sitt leyti.

5. Til kynningar:

  • MBA nám í samstarfi Símenntunar HA og University of Highlands and Islands. Rektor sagði frá nýjum samningi UHI og HA en undir þeim hatti hefur nú verið auglýst MBA nám við UHI sem verður hýst við Símenntun HA. Háskólaráð fagnar þessu framtaki og aukinni fjölbreytni í námsframboði Símenntunar HA.
  • Persónuvernd við HA – minnisblað. Lagt fram til kynningar minnisblað um persónuvernd í HA og samstarf opinberu háskólanna um persónuverndarfulltrúa. 


6. Bókfærð mál til samþykktar

  • Breytingar á reglum:
    • Reglur HA nr. 387/2009
    • Reglur um stjórnskipulag fræðasviða
    • Reglur um störf dómnefndar og nýráðningar nr. 258/2016
    • Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu nr. 1010/2016
    • Reglur um gæðaráð
    • Reglur um vísindaráð
    • Siðareglur HA
    • Starfsreglur siðanefndar
    • Reglur um háskólafund
    • Reglur um ritstuld
    • Reglur um HHA
  • Reglur um notkun tölvukerfa HA, netnotkun og rafræna vöktun
  • Fjölgun hjúkrunarfræðinema. Fyrir liggur vilyrði stjórnvalda um að HA fái heimild til að fjölga hjúkrunarfræðinemum sem komast áfram eftir samkeppnispróf um 20. Háskólaráð samþykkir tillögu forseta heilbrigðisvísindasviðs um að fjöldi þeirra sem komast áfram á vormisseri 2021 eftir samkeppnispróf verði 75.
  • Skipun á nefndum og ráðum
    • Fyrir liggur að skipa þarf í eftirfarandi nefndir og ráð
      • Gæðaráð
      • Umhverfisráð
      • Öryggisnefnd
      • Dómnefnd
    • Skipun gæðaráðs, umhverfisráðs og öryggisnefndar er frestað til ágústfundar. Rektor er falið að ljúka skipun dómnefndar á milli funda.

 

Fundi frestað kl. 15:39 verður haldið áfram föstudaginn 26. júní 2020 kl. 12-13

Fundi haldið áfram föstudaginn 26. júní 2020

Rektor setti fund aftur kl. 12.

Mætt voru, auk rektors:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi menntamálaráðherra (í fjarfundi)
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson fulltrúi stúdenta
Óskar Þór Vilhjálmsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigfríður Inga Karlsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Fjarverandi:

Kristján Þór Magnússon fulltrúi háskólaráðs

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu

Gestir:

Sólveig María Árnadóttir verkefnastjóri í markaðs- og kynningarmálum

Aðeins eitt mál var á dagskrá þessa framhaldsfundar 415. fundar:

Innritun nýrra nemenda á haustmisseri

Rektor telur að innan menntamálaráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar sé skilningur á stöðu skólans ásamt því að fyrir liggur tilkynning frá stjórnvöldum um að háskólar fái viðbótarfjármagn til að taka inn alla þá umsækjendur um nám sem þeir geta.

Í þessu ljósi samþykkir háskólaráð eftirfarandi:

Háskólaráð samþykkir að vegna stöðunnar í íslensku samfélagi og yfirlýsingar stjórnvalda um að fjármagn til háskólanna verði tryggt vegna aukinnar aðsóknar verði rýmkað um fyrri áætlanir vegna aðgangstakmarkana vegna nýrra nemenda á haustmisseri 2020. Mikilvægt sé að tekið verði tillit til sérstakrar stöðu Háskólans á Akureyri, sem hefur verið undirfjármagnaður undanfarin ár og því nauðsynlegt að við úthlutun viðbótarfjármagns verði tekið tillit til fjölgunar nemenda við HA undanfarin 3 ár, þar sem þar er um að ræða fjölgun sem ekki hefur fengist bætt í fjárframlögum stjórnvalda. Miðað verði við að samþykktar umsóknir verði allt að 1400 í stað áður samþykktra 1000. Rektor er falið að vinna að útfærslu á úthlutun til einstakra deilda í samráði við forseta fræðasviða og framkvæmdastjóra háskólaskrifstofu að teknu tilliti til áherslna stjórnvalda, eftirspurn samfélagsins eftir námi og eftirspurn nemenda. Mikilvægt er við þessa fjölgun nemenda verði gæði náms tryggð og starfsfólki fjölgað, bæði á fræðasviðum og í stjórnsýslu og stoðþjónustu einingum skólans.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:05.