427. fundur háskólaráðs

Fundur var haldinn daginn 16.6.2021 kl. 13:30.
Fundarherbergi R302, Borgum.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:35.


Mætt voru auk hans:
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi menntamálaráðherra
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Kristján Þór Magnússon fulltrúi háskólaráðs
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson fulltrúi stúdenta
Óskar Þór Vilhjálmsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigfríður Inga Karlsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins


Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð


Gestir:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

Framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu kynnti rekstraryfirlit janúar til apríl. Reksturinn í heild sinni er örlítið undir áætlun en minnt er á að síðari hluti ársins er alltaf þyngri í rekstri og ekki er mikið borð fyrir báru svo gæta þarf ýtrustu varkárni í rekstrinum eftir sem áður. 

2. Staða innritunar nýnema haustmisseri 2021

Farið yfir umsóknartölur fyrir haustmisseri 2021. Heildarfjöldi umsókna er um 13% færri en árið 2020 en ljóst er að Háskólinn á Akureyri heldur áfram í þeim vexti sem hófst í raun árið 2015 og hefur stúdentum við HA fjölgað um hátt í 40% frá því sem var árið 2015.
Framkvæmdastjóri yfirgaf fundinn.

3. Endurskoðun á reglum HA - framhald

Áframhaldandi umræða frá síðasta fundi háskólaráðs um drög að endurskoðuðum reglum fyrir Háskólanum á Akureyri. Lagt fram álit frá framkvæmdastjórn HA og gæðastjóra fyrir hönd gæðaráðs. Tillögur að því er varðar þau úrlausnarmál sem þarfnast nánari skoðunar samþykktar. Gert ráð fyrir að staða málsins verði kynnt strax í haust fyrir nýju háskólaráði og lagt upp með að nýjar reglur verði samþykktar í desember 2021 og taki gildi þann 1. júlí 2022. Rektorsskrifstofu falið að halda áfram utan um málið og óskar háskólaráð sérstaklega eftir því að tekið verði til umræðu innan háskólasamfélags HA kostir þess að skipta háskólanum upp í 2 skóla frekar en þá 3 sem gert er ráð fyrir í drögunum. 

4. Uppgjör starfstímabils háskólaráðs 2019-2021

Rektor rakti stuttlega þau verkefni sem hafa verið á dagskrá háskólaráðs síðustu 2 árin. Líflegar umræður sköpuðust um verkefni háskólaráðs sl. tvö ár en þessi fundur er síðasti fundur þessa háskólaráðs þar sem skipunartími ráðsins en nú að renna út og nýtt háskólaráð tekur við í haust. Rektor þakkar háskólaráðsfulltrúum fyrir samstarfið sl. tvö ár og mikilvægt starf og framlag háskólaráðsfulltrúa til Háskólans á Akureyri.
Kristján Þór Magnússon yfirgaf fundinn.

5. Til upplýsinga

  • Ársfundur 2021 23. júní 2021 

6. Bókfærð mál til samþykktar

  • Breytingar á reglum nr. 701/2018 um doktorsnám og doktorspróf við Háskólann á Akureyri 
  • Breytingar á reglum nr. 757/2006 um viðurlög við ritstuldi, skipan siðanefndar 
  • Breytingar á reglum nr. 1010/2016 um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri 
  • Breytingar á reglum nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri
  •  Nýr fulltrúi Hug- og félagsvísindasviðs í gæðaráði 
    •  Páll Björnsson er skipaður fulltrúi Hug- og félagsvísindasviðs í gæðaráð í stað Kjartans Ólafssonar.
    Nýr fulltrúi í umhverfisráði 
    • Giorgio Baruchello er skipaður aðalfulltrúi í umhverfisráð HA í stað Kjartans Ólafssonar. Sean Michael Scully er skipaður varafulltrúi í umhverfisráði í stað Giorgio Baruchello.
  • Skipun doktorsnámsráðs 2021-2024 
    • Lagt fram erindisbréf doktorsnámsráðs 2021-2024. Eftirfarandi einstaklingar eru skipaðir í doktorsnámsráð frá 1. ágúst 2021 til 31. júlí 2024:
    • Helga Kristjánsdóttir prófessor, tilnefnd af Viðskipta- og raunvísindasviði. Varafulltrúi hennar er Steingrímur Jónsson prófessor.
      • Rachael Lorna Johnstone prófessor, tilnefnd ef Hug- og félagsvísindasviði. Varafulltrúi hennar er Markus Meckl prófessor.
      • Sigfríður Inga Karlsdóttir prófessor, tilnefnd af Heilbrigðisvísindasviði. Varafulltrúi hennar er Árún Kristín Sigurðardóttir.
      • Stefán B. Sigurðsson prófessor emeritus og fyrrverandi rektor HA, formaður, tilnefndur af rektor. Varafulltrúi hefur ekki verið tilnefndur.
      • Valgarður Reynisson, tilnefndur af doktorsnemum. Varafulltrúi hans er Lara Wilhelmine Hoffman.
      • NN, tilnefndur af doktorsnemum. Á eftir að tilnefna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.