Fundur var haldinn daginn 18.8.2021 kl. 15:00 gegnum fjarfundarbúnað á Teams.
Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 15:02.
Mætt voru auk hans:
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Karl Frímannsson fulltrúi menntamálaráðherra
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson fulltrúi stúdenta
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu ritar fundargerð
Rektor kynnti dagskrá. Eina málið á dagskrá er kosning fulltrúa háskólaráðs í háskólaráði.
1. Kosning fulltrúa háskólaráðs í háskólaráði 2021-2023
Rektor lagði fram tillögu að eftirfarandi tilnefningum háskólaráðs í háskólaráð:
- Bjarni Jónasson fráfarandi forstjóri SAk
- Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrú Alcoa Fjarðaráls
- Katrín Ríkarðsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
Samþykkt einróma að Dagmar og Katrín eru kjörnar aðalfulltrúar í háskólaráði og Bjarni varafulltrúi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.