435. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fundur var haldinn daginn 31.3.2022 gegnum fjarfundarbúnað á Teams

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 14:00.

Mætt voru auk hans:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson varafulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjarnardóttir fulltrúi stúdenta
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Fjarverandi/forföll:

Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Elín Díanna Gunnarsdóttir forseti Hug- og félagsvísindasviðs
Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri

Rektor kynnti dagskrá og bauð velkomna nýjan fulltrúa ráðherra í háskólaráði, Kristrúnu Lind Birgisdóttur.

1. Fjármál og rekstur

2201085

Framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu sat þennan lið fundarins og fór yfir rekstraryfirlit janúar og febrúar. Reksturinn í heild sinni fyrstu tvo mánuði ársins er innan fjárhagsáætlunar.

Lögð fram til kynningar sáttatillaga frá samstarfsnefnd HA og FHA vegna málefna Vinnumatssjóðs. Rektor falið að ljúka málinu hvað varðar fyrsta liðar tillögunnar vegna uppgjörs fyrri ára. Varðandi framtíðarfyrirkomulag vinnumatssjóðs er gert ráð fyrir að þær breytingar verði lagðar fram til formlegrar samþykktar fyrir lok misseris.

Framkvæmdastjóri yfirgaf fundinn.

2. Gæðamál

Elín Díanna Gunnarsdóttir forseti Hug- og félagsvísindasviðs og Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri komu inn á fundinn.

  • Aðgerðaráætlun vegna lögreglufræði
    Elín Díanna kynnti stöðu mála vegna aðgerðaráætlunar í lögreglufræði í kjölfar gæðaúttektar sem fram fór á námsbrautinni á haustmisseri 2020. Meðal þeirra aðgerða sem stefnt er að er að stofnuð verði formlega sérstök deild innan Hug- og félagsvísindasviðs fyrir lögreglufræðinámið. Gert er ráð fyrir að unnið verði að undirbúningi að stofnun deildarinnar næsta skólaár.
  • Stofnunarúttekt og könnun Sameykis um Stofnun ársins.
    Gæða- og mannauðsstjóri sagði frá stofnunarúttekt en lokaskýrsla mun væntanlega liggja fyrir í maí.
    Gæða- og mannauðsstjóri og rektor kynntu niðurstöður könnunar Sameykis um Stofnun ársins. Háskólinn á Akureyri kemur vel út úr könnuninni og hækkar marktækt á milli ára.

3. Leiðarvísir vegna innritunar samkvæmt raunfærnimati í félagsvísindadeild

2112024

Forseti Hug- og félagsvísindasviðs kynnti málið. Málið rætt og háskólaráðfulltrúar lögðu fram spurningar. Samþykkt að fara í þetta tilraunaverkefni.
Forseti Hug- og félagsvísindasviðs og gæða- og mannauðsstjóri yfirgáfu fundinn.

4. Nýjar reglur HA – staða mála við innleiðingu og breytingar

2103084

Rektor fór yfir stöðu mála.

5. Mál til upplýsinga

6. Bókfærð mál til samþykktar

  • Fjöldatakmarkanir í hjúkrunarfræði á vormisseri 2023.
  • Uppfærð námskrá vegna viðbótardiplómaprófs á meistarastigi um ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun. Ekki hefur verið staðfest fjármagn frá stjórnvöldum í þetta nám en beiðnin kemur upphaflega til HA frá heilbrigðisráðuneyti. Framundan eru viðræður um fjármögnun og ekki gert ráð fyrir að námið fari af stað fyrr en á haustmisseri 2023.

Ofangreind mál eru samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15.