FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fundur var haldinn fimmtudaginn 26.1.2023.
Fundarstaður: Borgir, R262.
Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:32.
Mætt voru auk hans:
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fulltrúi háskólaráðs (fjarfundur)
Guðmundur Ævar Oddsson, fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi stúdenta (fjarfundur)
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, fulltrúi háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir, fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir, fulltrúi háskólasamfélagsins
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, sem skrifar fundargerð
Gestir:
Hólmar Erlu Svansson, framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu
Harpa Halldórsdóttir, forstöðumaður fjármála
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna
Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála
Rektor kynnti dagskrá.
1. Fjármál og rekstur
2201085
Forstöðumaður fjármála fór yfir fyrstu drög að rekstrarniðurstöðu ársins 2022. Útlit er fyrir að niðurstaðan fyrir háskólann í heild verði í kringum það sem gert var ráð fyrir í áætlun fyrir árið 2022.
Umræða um fjármál háskólans og háskólakerfisins til næstu ára. Fjárhagur ársins 2023 tryggður en enn miklar áhyggjur af stöðunni árin 2024 og 2025 ef tekið er mið af fjármálaáætlun stjórnvalda og óbreyttri starfsemi háskólans. Leggja þarf ríka áherslu á samtalið við ráðuneytið á næstunni um fjármögnun háskólastigsins.
Lögð fram sundurliðun á þeim kostnaði sem liggur til grundvallar skrásetningargjaldi stúdenta við Háskólann á Akureyri.
2301069
Rektor fór stuttlega yfir málið og stöðu þess.
Háskólaráð þakkar fyrir upplýsingarnar og leggur áherslu á að málið verði rannsakað til hlítar og að háskólaráð fái ítarlega greinagerð um málsatviku, atburðarrás og viðbrögð. Háskólaráð vill jafnframt koma á framfæri þökkum til þess starfsfólks og ráðgjafa sem hafa unnið mjög faglega að viðbrögðum og komið upplýsingum skilmerkilega á framfæri.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna kom inn á fundinn og fór yfir úthlutanir til Háskólans á Akureyri úr samstarfssjóði háskólanna. HA er þátttakandi í 19 af 25 verkefnum sem fengu styrkúthlutun, þar af er skólinn leiðandi í 3 verkefnum.
Guðrún Rósa svaraði spurningum háskólaráðsfulltrúa og yfirgaf svo fundinn.
4. Kynningar- og markaðsstarf háskólans
Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála kom inn á fundinn og fór yfir það helsta sem fram undan er í markaðs- og kynningarmálum en helsti annatími einingarinnar er einmitt næstu mánuðina. Fyrsta formlega vetrarbrautskráningin á staðnum verður þann 18. febrúar nk., Háskóladagurinn verður í Reykjavík þann 4. mars og á Akureyri þann 9. mars.
Katrín svaraði spurningum háskólaráðsfulltrúa og yfirgaf svo fundinn.
5. Stefnumótun HA – staða mála og aðkoma háskólaráðs
2204037
Rektor fór stuttlega yfir stöðuna í vinnu stýrihóps stefnumótunar.
Samþykkt að vinnufundur háskólaráðs vegna stefnumótunar verði þann 23. febrúar kl. 9-12.
6. Bókfærð mál til samþykktar
- Kennslualmanak 2023-2024. Samþykkt.
7. Til upplýsinga
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:48.