454. fundur Háskólaráðs

Fundargerð háskólaráðs

Fundur var haldinn daginn 30. nóvember 2023 á Borgum, R262.
 
Starfandi rektor Elín Díanna Gunnarsdóttir setti fund kl. 13:32.
 
Mætt voru auk hans:
Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kr. Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð
Gestir:
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Helga María Pétursdóttir verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags
Arnar Þór Jóhannesson forstöðumaður RHA
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna

 

Rektor kynnti dagskrá. Sigríður Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa við umfjöllun um hluta af fjárhagsáætlun og vék af fundi undir þeim lið.

1. Fjármál og rekstur

2302002
Hólmar Erlu Svansson, Harpa Halldórsdóttir og Helga María Pétursdóttir komu inn á fundinn.

Rekstraryfirlit janúar til október lagt fram til kynningar. Staðan svipuð og undanfarna mánuði en útgönguspá gefur til kynna að afkoma háskólans í heild í árslok verði neikvæð í kringum 90 milljónir. Aðal ástæður neikvæðrar afkomu er hækkun húsnæðiskostnaðar og afleiðing öryggisbrests fyrr á árinu.

Fjármálastjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun 2024. Háskólaráð leggur áherslu á að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 sé í jafnvægi. Fjárhagsáætlunin verður unnin áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Harpa og Helga yfirgáfu fundinn.

Arnar Þór Jóhannesson forstöðumaður RHA kom inn á fundinn.

Arnar fór yfir hlutverk og starfsemi RHA og markmið fyrir næstu misseri. Farið var vel yfir ástæður hallarekstur sl. 2 ára og þær aðgerðir sem fram undan eru til að styrkja reksturinn og gera rekstur og starfsemi RHA sjálfbæran. Staða RHA rædd og háskólaráð þakkaði Arnari fyrir kynninguna.

Arnar og Hólmar yfirgáfu fundinn.

2. Umsókn um heimild til doktorsnáms í kennaradeild og sálfræðideild

2311102
Kennaradeild og sálfræðideild vinna nú að undirbúningi að umsókn um viðurkenningu ráðuneytis til að bjóða upp á doktorsnám við þessar deildir, en núverandi viðurkenning HA nær ekki til þessara deilda. Deildirnar hafa báðar unnið markvisst að þessu markmiði undanfarin ár og óska nú eftir formlegri samþykkt háskólaráðs til að senda inn umsókn til Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis um doktorsnámsheimild fyrir þessar deildir. Samþykkt.

3. Staða rannsókna við Háskólann á Akureyri

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna kom inn á fundinn.

Guðrún Rósa kynnti starfsemi miðstöðvarinnar, fór yfir stöðu doktorsnám við HA, uppbyggingu og þróun rannsóknaþjónustunnar ásamt stöðu rannsóknavirkni við háskólann. Málið rætt og Guðrúnu þakkað fyrir góða kynningu.

Guðrún Rósa yfirgaf fundinn.

4. Ráðningarferli rektors

2308053

Háskólaráð auglýsti laust til umsóknar fyrr í haust embætti rektors og rann umsóknarfrestur út þann 23. nóvember sl. Fimm umsækjendur voru um embættið.

Háskólaráð skipar hér með valnefnd til að meta hæfi umsækjenda í samræmi við lög, reglur háskólans og auglýsingu. Verkefni valnefndar eru nánar útlistuð í erindisbréfi nefndarinnar.

Eftirfarandi eru tilnefnd og skipuð af háskólaráði í valnefnd:

  • Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sviðsforseti Samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík

  • Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs og umhverfis hjá Mosfellsbæ

  • Skúli Skúlason prófessor við Háskólann á Hólum, formaður nefndarinnar

5. Samstarf háskóla – samtal við Háskólann á Bifröst

2308052
Starfandi rektor gerði grein fyrir stöðu samtalsins við Háskólann á Bifröst. Lagt er upp með að skýrsla um fýsileika áframhaldandi samstarfs eða sameiningar liggi fyrir þann 15. desember nk.

6. Stefnumótun

2204037
Starfandi rektor gerir ráð fyrir að leggja nýja stefnu háskólans fyrir háskólaráð á fyrri hluta næsta árs. Þar er gert ráð fyrir að samþykkt verði efsta lag stefnunnar en vinna við verkefnastofna og mælikvarða haldi áfram út skólaárið.

7. Bókfærð mál til samþykktar

  • Kennslualmanak 2024-2025 (2311101)
  • Samningur við Végeirsstaðasjóð (2209050)
  • Breytingar á skipun siðanefndar (2109041)
    • Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir formaður siðanefndar og Giorgio Baruchello fulltrúi prófessora í siðanefnd eru bæði rannsóknamisseri þetta skólaár og hafa því óskað eftir lausn úr siðanefnd. Háskólaráð skipar hér með eftirfarandi í siðanefnd í þeirra stað, út þetta skólaár:
      • Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emerítus, formaður siðanefndar
      • Sigurður Kristinsson prófessor. Fulltrúi prófessora í siðanefnd
  • Viðmið um úthlutun forseta fræðasviðs á fjármagni til stuðnings á starfsþróun innan fræðasviða (2311103)

8. Til kynningar og fróðleiks

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:36.