Fundur var haldinn fimmtudaginn 19. desember 2024 á Borgum, R262, og í Teams.
Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:32
Mætt voru auk hennar:
Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra (í fjarfundi)
Lilja Margrét Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Einnig mætt:
Sólveig Elín Þórhallsdóttir lögfræðingur á rektorsskrifstofu, sem ritaði fundargerð
Gestir:
Brynjar Karlsson forseti Heilbrigðis,- viðskipta- og raunvísindasviðs (í fjarfundi)
Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor
Harpa Halldórsdóttir sérfræðingur fjármálagreininga
Helga María Pétursdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Rektor kynnti dagskrá.
1. Fjármál og rekstur
2401050
Helga María og Harpa sátu þennan lið fundarins.
Helga María fór yfir rekstraryfirlit janúar til nóvember 2024. Staða háskólans í heildina án sértekjueininga er neikvæð um 35,4 mkr, en með sértekjueiningum er hún neikvæð um 87 mkr. Fjársýslan á eftir að bóka 84 mkr vegna launa- og verðlagsbóta þessa árs og er því gert ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð þrátt fyrir að desember sé afar þungur.
Helga María fór yfir fjárhagsáætlun 2025 samanborið við fjárhagsáætlun 2024 án launa- og verðlagsbóta. Heildarframlag ríkisins til HA eykst um 16% á milli ára að meðtöldu viðbótarframlagi vegna Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Áætlað er að 58% af framlaginu fari í kennslu og rannsóknir og 42% í stoðþjónustu og stjórnsýslu. Fjármagn vegna aðstoðarmannakerfis er áætlað á sviðsskrifstofur árið 2025 en ekki á einstaka deildir. Þá verður öll orlofsskuldbinding flutt á stoðþjónustu.
Helstu áhættuþættir sem gætu haft áhrif á rekstur HA á árinu 2025 eru útfærsla stofnanasamninga FHA og FPR, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, húsnæðismál, langtímaveikindi, stefna nýrrar ríkisstjórnar, reiknilíkan ráðuneytisins og nýtt deililíkan HA.
Fjárhagsáætlun 2025 var samþykkt.
Helga María og Harpa yfirgáfu fundinn.
2. Nýjar námsleiðir við HA
Brynjar Karlsson sat þennan lið fundarins og deildi glærukynningu um fyrirhugað nýtt nám við Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið.
Heilsugæsluhjúkrun 2410061
MSc í heilsugæsluhjúkrun. Umræður sköpuðust um námið og kostnað við það. Námið hlaut nýverið styrk úr Samstarfi háskóla.
Samþykkt.
Hjúkrun hjartveikra og sykursjúkra 2411036
MSc í hjúkrun hjartveikra og sykursjúkra. Hér er um að ræða nýja námsleið frá grunni í samvinnu við Háskóla Íslands. Umræður sköpuðust um fjármögnun námsins og ákveðið að Heilbrigðis- viðskipta- og raunvísindasvið fari betur ofan í saumana á fjármögnuninni og að málið verði tekið upp að nýju á fundi háskólaráðs í janúar þegar frekari gögn vegna fjármögnunar liggja fyrir.
Eflandi nám fyrir þroskahamlaða 2411038
Hér er um að ræða nýtt nám með tvö kjörsvið sem hefur hlotið styrki úr Samstarfi háskóla og frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Umræður sköpuðust um námið og mikilvægi þess.
Samþykkt.
3. Stefnumótun HA
2407015
Elín Díanna Gunnarsdóttir sat þennan lið fundarins.
Elín Díanna fór yfir glærukynningu varðandi stefnumótun HA til ársins 2030. Umræður sköpuðust um stefnuna, aðgerðaáætlun og mælikvarða. Um miðjan janúar mun háskólaráð fá aðgang að stefnunni sem tekin verður til umfjöllunar og samþykktar á fundi háskólaráðs í lok janúar nk. Á þeim fundi verður einnig farið yfir hluta af mælikvörðunum sem munu fylgja stefnunni.
Elín Díanna og Bjarni yfirgáfu fundinn.
4. Breytingar á skipulagsskrá Végeirsstaðasjóðs
2412024
Lagðar voru til breytingar á 3. gr. skipulagsskrár Végeirsstaðasjóðs sem lúta að því að rektor eigi ekki lengur sæti í stjórn Végeirsstaðasjóðs heldur tilnefni fimm fulltrúa í stjórn sjóðsins og að stjórnin sjálf tilnefni formann úr hópi stjórnarmanna.
Samþykkt.
5. Végeirsstaðasjóður – framkvæmdir á næsta ári
2412028
Rektor, fyrir hönd stjórnar Végeirsstaðasjóðs, lagði fram beiðni um fimm milljón króna framlag á árinu 2025 til áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu. Gert er ráð fyrir þessu framlagi í fjárhagsáætlun háskólans fyrir árið 2025 og því var beiðnin samþykkt. Háskólaráð óskar eftir greiningu og framtíðarsýn varðandi Végeirsstaði og svæðið í heild sinni.
6. Samtal við Háskólann á Bifröst - staða
2404025
Rektor greindi frá því að skrifað var undir samning við háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytið þann 29. nóvember sl. vegna fjármögnunar vinnu við mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Í janúar munu teymi beggja skóla ásamt sérfræðingi fara í vinnu við að finna út úr ákjósanlegu rekstrarformi sameinaðs háskóla. Þá verður framkvæmd viðhorfskönnun vegna sameiningarviðræðnanna. Um miðjan janúar er fyrirhugað að halda sameiginlega fundi með starfsfólki og nemendum beggja skóla.
7. Til fróðleiks og upplýsinga
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.