Reglur um vísindaráð Háskólans á Akureyri

NR. 1208/2007

SAMÞYKKTAR 3.12.2007

Með breytingum nr. 789/2020 og nr. 819/2022

vefútgáfa síðast uppfærð 12.8.2022

Prentgerð (pdf)
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan
 og í PDF skjali gildir PDF skjalið

EFNISYFIRLIT

  1. Hlutverk vísindaráðs
  2. Skipan vísindaráðs
  3. Starfshættir og viðfangsefni vísindaráðs
  4. Almenn ákvæði

1. gr. Hlutverk vísindaráðs

Vísindaráð er fastanefnd háskólaráðs. Það er háskólaráði og yfirstjórn til ráðgjafar um eflingu vísindalegra rannsókna við Háskólann á Akureyri. Vísindaráð getur efnt til ráðstefna eða með öðrum hætti vakið umræðu um þau svið vísinda sem stunduð eru við Háskólann á Akureyri. Vísindaráð hefur ekki ákvörðunarvald um málefni rannsókna.

2. gr. Skipan vísindaráðs

[Í vísindaráði sitja fulltrúar fræðasviða háskólans. Þeir eru valdir til þriggja ára úr hópi lektora, dósenta og prófessora [fræðasviða háskólans]1. Hvert [svið]2 tilnefnir tvo fulltrúa og tvo til vara. Við tilnefningu skal þess gætt að fulltrúarnir endurspegli styrk fræðasviðanna í rannsóknum. Í ráðinu situr einnig fulltrúi doktorsnema, valinn til eins árs í senn úr þeirra hópi […]3,ásamt varamanni. Rektor skipar einn fulltrúa og einn til vara, án tilnefningar. Við val fulltrúa rektors skal þess gætt að tryggja sem mesta faglega breidd ráðsins og styrk fyrir háskólann út á við. Rektor skipar formann ráðsins. Afl atkvæða ræður úrslitum mála. Ef atkvæði eru jöfn sker atkvæði formanns úr. Rannsóknastjóri HA situr fundi vísindaráðs, með málfrelsi og tillögurétt.]4

1) Breytt með reglum nr. 789/2020
2) Breytt með reglum nr. 789/2020
3) Breytt með reglum nr. 789/2020
4) Breytt með reglum nr. 819/2022

3. gr. Starfshættir og viðfangsefni vísindaráðs

a) Vísindaráð er rektor, háskólaráði, háskólafundi og yfirstjórn til ráðgjafar um málefni vísinda við Háskólann á Akureyri.
b) Vísindaráð beitir sér fyrir mótun og endurskoðun stefnu um vísindi við Háskólann á Akureyri.
c) Vísindaráð starfar með gæðaráði að því að móta viðmið og kvarða sem notaðir eru til að meta vísindalega starfsemi við Háskólann á Akureyri.
d) Vísindaráð hefur forgöngu um að skapa bætt umhverfi til rannsókna fyrir kennara háskólans.
e) Starfsmaður [Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri]1situr fundi vísindaráðs, er ritari ráðsins og annast dagleg störf fyrir það.
f) Háskólaráð setur vísindaráði erindisbréf.

1) Breytt með reglum nr. 789/2020

4. gr. Almenn ákvæði

[Reglur þessar eru settar af háskólaráði samkvæmt 6. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 694/2022 og öðlast þegar gildi.]

1) Breytt með reglum nr. 819/2022

Háskólanum á Akureyri, 3. desember 2007.
Þorsteinn Gunnarsson rektor.

Reglur nr. 1208/2007 samþykktar í háskólaráði 3. desember 2007.
Breytingar nr. 789/2020 samþykktar í háskólaráði 25. júní 2020.
Breytingar nr. 819/2022 samþykktar í háskólaráði 23. júní 2022.