Samstarfsverkefni HA og HÍ

Ef þú starfar í leikskóla gæti þetta verið þitt tækifæri til að efla fagmennsku þína, þekkingu og færni. Námið er fyrir þau sem lokið hafa leikskólaliðanámi eða leikskólabrú á framhaldsskólastigi. Um er að ræða hagnýtt 60 ECTS diplómanám sem skipulagt er með vinnu.

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú lokið leikskólaliðanámi?
  • Starfar þú á leikskóla?
  • Langar þig að efla fagmennsku þína, færni og þekkingu?
  • Langar þig að verða leikskólakennari?

Áherslur námsins

Námið er sett upp sem hálft nám í tvö ár og er 60 eininga grunndiplóma. Kennt er í blöndu af stað- og fjarnámi. Markmið námsleiðarinnar er að undirbúa þig fyrir áframhaldandi nám í leikskólakennarafræðum. Diplómanámið er að fullu metið til eininga og jafngildir fyrsta námsári í leikskólafræði.

Þú getur skoðað skipulag námsins neðar á síðunni og í Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Markmið námsleiðarinnar er að undirbúa þig fyrir áframhaldandi nám í leikskólakennarafræðum. Þú munt geta haldið áfram námi í kennarafræði (BEd) á leikskólakjörsviði við HA eða HÍ. Diplómanámið jafngildir fyrsta námsárinu af þremur í kennarafræði (BEd).

Félagslífið

Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms og er félagslíf nemenda við HA öflugt.

Allir nemendur við háskólann eru í Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri (SHA) en einnig er hver deild með sitt nemendafélag. Magister er félag kennaranema og þú getur nálgast nánari upplýsingar um félagið á Facebook.

Hæfni í íslensku

Samkvæmt reglugerð eiga kennarar að búa yfir ákveðinni hæfni í íslensku. Því eru þau sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál og sækja um grunn- eða framhaldsnám við Kennaradeild beðin um að meta færni sína í íslensku og fylla út sjálfsmatsramma Evrópuráðsins.

Námskeið við Kennaradeild eru almennt kennd á íslensku.

Inntökuskilyrði

Þú þarft að hafa lokið undirbúningsnámi sem er sambærilegt við námsbraut fyrir leikskólaliða (leikskólabrú), samkvæmt gildandi aðalnámskrá framhaldsskóla (eða hafa lokið 100 einingum í framhaldsskóla). Auk þess þarft þú að hafa þriggja ára starfsreynslu í leikskóla.

Mikilvægt er að fá stuðning frá sveitarfélaginu svo þú getir stundað námið á launum á vinnutíma einn morgun í viku og sótt eina staðlotu á misseri.

Ef þú hefur áhuga á náminu tekur Alda, verkefnastjóri við HA, vel á móti þér og aðstoðar með áframhaldið. Hún er með netfangið alda@unak.is og símann 460 8057.

Sveigjanlegt nám

Kennt er einu sinni í viku í rauntíma og á hvoru námsári eru tvær staðbundnar námslotur, ein á vormisseri og önnur á haustmisseri. Skyldumæting er í staðloturnar og eru þær til skiptis í húsnæði Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Hvor námslota stendur yfir í tvo daga þar sem megináhersla er lögð á verkefnavinnu og umræður. Þar gefst þér tækifæri til að hitta kennara, samnemendur og annað starfsfólk háskólans og tengjast enn betur háskólasamfélaginu þínu.

Umsagnir

Námið hefur styrkt mig og gert mig öruggari. Ég hef meiri trú á mér sem fagaðila, leikskólaliða og námsmanni. Ég hef kynnst frábæru fólki sem ég hlakka til eiga næstu ár í náminu. Við styðjum hvort annað og hjálpumst . Það er ómetanlegt geta menntað sig og stundað sína vinnu á sama tíma. ekki eftir því hafa gripið þetta tækifæri og látið vaða. Ég hef unnið á leikskóla í rúm 10 ár en þetta nám hefur gefið mér dýpri sýn og skilning á því flotta og faglega starfi sem þar er unnið. Afskaplega gaman heyra það frá öðrum námið séð strax farið skila sér í leikskólastarfið. Ég mæli hiklaust með þessu námi.

Birna Sif Hlíðbekk Margrétardóttir
leikskólaliði

Námið er mjög krefjandi en með góðum stuðningi og hjálpsemi frá bæði samnemendum og kennurum er allt hægt. Það kom mér á óvart hversu mikil samheldni var strax í hópnum þó að við þekktumst ekki neitt. Við hvetjum og styrkjum hvort annað, allir leggja sitt af mörkum og þannig lærum við best. Kennararnir hafa verið frábærir og stutt við bakið á okkur. Frábært nám!

Eygló Reykjalín Jóhannesdóttir
leikskólaliði