EPiC SAD study

Nöfnin á fólkinu á myndinni frá vinstri til hægri er:
Lada Zelinski, Yvonne Höller, Leon Daði Sesseljusson og Ara Dan Pálmadóttir

Um verkefnið

Algengi skammdegisþunglyndis (SAD) á Íslandi á tíunda áratugnum var frekar lágt í alþjóðlegum samanburði, eða 3,8%. Fyrri rannsóknir benda til þess að áhættuþættir SAD séu ungur aldur, kvöld-dægurgerð, lítil hreyfing, hugrænir næmisþættir og sértæk taugalífeðlisfræðileg mynstur í heilastarfsemi. Auk þess tengist loftmengun þunglyndiseinkennum en hún getur verið breytileg milli landsvæða og eftir árstíðum. Samspil þessara þátta hefur þó ekki verið skoðað og litið hefur verið fram hjá loftmengun sem orsakaþætti árstíðabundinna lyndissveiflna.

Í verkefninu ætlum við að:

  • Ákvarða núverandi algengi árstíðabundinna skapsveiflna og SAD á Íslandi
  • Meta hlutfallslegt framlag ofangreindra áhættuþátta til þessara einkenna
  • Byggja út frá þeim forspárlíkan um SAD hér á landi.

Við munum kanna árstíðabundnar breytingar í slembiúrtaki og bjóðum þeim sem skora hátt í mælingum á árstíðasveiflum í viðtöl til að fá frekari greiningu á SAD.
Í hópum þátttakenda með og án árstíðabundinna sveiflna í líðan (N=100/100) munum við framkvæma fjórar árstíðabundnar eftirfylgnimælingar, þar sem EEG virkni verður skráð í hvíld og á meðan tilfinningatengdu minnisverkefni stendur. Við munum einnig skoða dægurgerð, hugræna næmisþætti, næringu, heilsutengd lífsgæði, hreyfingu, svefngæði, daglegar lyndissveiflur og útsetningu fyrir loftmengun. Við munum byggja spálíkan fyrir þá sem teljast í áhættuhópi á að þróa með sér SAD.
Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Íslands (Númer umsóknar: 228739-051 / Málsnúmer: 2106-0364).

Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að taka þátt í rannsókninni 

Meðlimir

Nemendur:
Angantýr Ómar Ásgeirsson, Angelina Brigitte Carlucci, Anna Kristrún Sigurpálsdóttir, Ara Dan Pálmadóttir, Ásta Guðrún Birgisdóttir, Dagný Theódórsdóttir, Gestur Vagn Baldursson, Harpa Hlin Gunnarsdóttir, Helgi Brynjólfsson, Hilde Björk Didriksen Smith, og Marín Rut Bech Ingadóttir eru nemendur sem munu vinna ritgerðir sínar innan verkefnisins.

Samstarfsaðilar

  • Laura Astolfi, prófessor við University La Sapienza, Rome, Italy
  • Arnulf Hartl, dósent við Paracelsus Medical University Salzburg, Austria
  • Arne Bathke, prófessor við Paris Lodron University Salzburg, Austria
  • Markus Pauly, prófessor við Technical University of Dortmund, Germany
  • Jürgen Fell, dósent við University Clinic Bonn, Germany

Birtingar

Fréttir

Samfélagsmiðlar