Fríverslunarsamningur við Kína samspil útflutnings og innflutnings

Um verkefnið

Viðskiptakerfi heimsins virðist þróast í að vera milli viðskiptablokka. Þrátt fyrir að Evrópusambandið (ESB) sé langstærsta viðskiptablokk í Evrópu, þá er viðfangsefni þessarar rannsóknar önnur Evrópsk viðskiptablokk, Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), með aðildarlöndin Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Ólíkt ESB löndum, þá geta EFTA löndin gert fríverslunarsamning ein síns liðs, við annað land, hvernær sem þau vilja. Heimsins stærsta viðskiptaveldi síðastliðna tvo áratugi er Kína, en það hefur ekki enn skrifað undir fríverslunarsamning við ESB. Samt sem áður, þá hefur Kína tvíhliða fríverslunarsamning við bæði Ísland og Sviss. Aðferðafræði þessarar rannsóknar felur í sér notkun STATA forritsins við tölfræðigreiningu á samhliða jöfnukerfi því það metur samspil viðskipta milli landa. Þetta gefur færi á að skoða staðkvæmdar og stuðningsáhrif milli vara sem flæða fram og aftur milli landanna. Þessi aðferðafræði byggir á stoðum þyngdaraflslíkansins. Þessi rannsókn miðar að því að svara eftirfarandi spurningu: er ávinningur fyrir smá lönd eins og Ísland og Sviss að hafa tvíhliða fríverslunarsamning við Kína? Þessi rannsókn leggur áherslu á að meta viðskiptaflæði, í Bandaríkjadölum, milli Kína og Íslands annars vegar og milli Kína og Sviss hinsvegar. Niðurstöður úr hagfræðilegri aðhvarfsgreiningu gefa til kynna að þegar tekið er tillit til fríverslunarsamninganna, þá hefur innflutningur til Íslands frá Kína jákvæð áhrif á útflutning frá Íslandi til Kína, en ekki öfugt. Hinsvegar, þá bendir mat á viðskiptum milli Sviss og Kína til hins gagnstæða. Eftir að hafa kynnt og greint heimildir og hagfræðirannsóknir á sviðnu, valið gögn og kynnt þriggja-þrepa aðfallsgreiningar niðurstöður, að teknu tilliti til fríverslunarsamnings við Kína, þá er okkar niðurstaða eftirfarandi: Viðskiptasamband Kína við tvö smáu Evrópuríkin Ísland og Sviss hefur þróast þannig að árið 2014 virkjaðist fríverslunarsamningurinn milli Kína og Íslands, sem og Kína og Sviss. Samsetning þriggja-þrepa aðfallsgreiningar aðferðar minnstu kvaðrata, sem og þyngdaraflslíkansins, sem gefur kost á að taka tillit til fríverslunarsamninga er notuð. Okkar niðurstaða er að þegar tekið er tillit til fríverslunarsamninganna yfir hið skamma tímabil frá 2011 til 2018, þá hafi innflutningur til Íslands frá Kína örvað útflutning frá Íslandi til Kína, en ekki öfugt. Hinsvegar, þá er mat fyrir Sviss andstætt því mati sem fæst fyrir Ísland.

Lykilorð: Kína, útflutningur, fríverslunarsamningar, alþjóðaviðskipti, EFTA, viðskipti, þyngdaraflslíkan.

Rannsakendur

Samstarfsaðilar

Birtingar

Free trade agreement (FTA) with China and Interaction between exports and imports