Fulbright Arctic Initiative IV

Um verkefnið

Fulbright Arctic IV (FAI IV) sameinar framúrskarandi hóp fagaðila, rannsakenda og starfsfólks frá Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku (þ.m.t. Grænlandi og Færeyjum), Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Byggt er á rannsóknarframlagi þriggja hópa Fulbright Arctic Initiative. Þátttakendur taka þátt í mánaðarlegum fjarfundum, samstarfi í þemahópum, þremur staðfundum á 18 mánaða tímabili til að efla rannsóknir og stefnumótunarumræður um öryggi á Norðurslóðum.

FAI IV stuðlar að alþjóðlegu samstarfi með því að hvetja til óháðra opinberra rannsókna sem snerta Norðurslóðalöndin. Markmið verkefninsins er að auka skilning á milli aðildarlanda Norðurslóða á meðan það styður við sjálfbærar lausnir sem tryggja öruggar, heilbrigðar og blómlegar Norðurslóðir. Fræðimenn munu skoða öryggi á Norðurslóðum í gegnum þrjá þemahópa: stjórnun og öryggi, loftslagsbreytingar og auðlindir, og andlega heilsu og vellíðan.

Á meðal 20 fræðimanna sem voru valdir í gegnum samkeppnismiðað og krefjandi ferli, eru tveir rannsakendur frá Háskólanum á Akureyri, sem leggja fram sérfræðiþekkingu frá ólíkum sviðum. Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Lagadeildar, miðlar þekkingu sinni sem snýr að sanngjörnum umbreytingum á Norðurslóðum með áherslu á réttindi frumbyggja og stjórnunarramma. Sigrún Sigurðardóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild, miðlar sérfræðiþekkingu sinni á áföllum, streitu og sjálfsvígsforvörnum, sérstaklega í samfélögum á Norðurslóðum. Fræðikonurnar tvær, ásamt fagfólki frá öllum Norðurslóðum, munu vinna saman að því efla þekkingu sem upplýsir stefnumótun og ákvarðanatöku.

Sem hluti af rannsóknarvinnunni munu fræðimenn ferðast til annars lands á Norðurslóðum til að framkvæma rannsóknir á sínu sviði. Rannsóknardvölin mun stuðla að samstarfi milli stofnana, rannsakenda og samfélaga á Norðurslóðum, og styrkja fræðilegar og stefnumótunar tengsl á svæðinu. Verkefnið stendur yfir til apríl 2026 og þá munu allir þátttakendur koma saman í Washington, D.C. til að kynna niðurstöður sínar og stefnumótunarviðmið fyrir sérfræðingum, valdhöfum ákvörðunarvalds og fulltrúum Norðurslóða. Með því að tengja saman fræðimenn á milli fræðasviða og landssvæða stuðlar Fulbright Arctic IV að langtíma alþjóðlegu samstarfi í kringum stærstu áskoranir sem Norðurslóðirnar standa frammi fyrir í dag.

Rannsakendur

Frá Háskólanum á Akureyri:

Samstarfsaðilar

Umfjöllun í fjölmiðlum

Fulbright Commission Iceland. (2024, February 14). Fulbright Arctic Initiative IV inaugural meeting in Norway. Fulbright Iceland.

Fulbright Program. (2024, February 21). Arctic Initiative scholars in the Norwegian Arctic. Fulbright Program.

Fulbright Commission Iceland. (2024, January 30). Three Icelandic scholars in Fulbright Arctic Initiative IV. Fulbright Iceland.

Vikublaðið. (2024, February 22). Fulbright Arctic Initiative IV verkefni – Tveir prófessorar við HA taka þátt. Vikublaðið.

Akureyri.net. (2024, February 15). Rachael og Sigrún fá rannsóknarstyrk Fulbright. Akureyri.net.